Viðburðir eftir árum


Koffínneysla ungmenna

Lykiltölur í lífi barna - Ungt fólk 2020

  • 4.6.2020, 12:00 - 13:00

Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur hjá R&G fjallar í þessum netfyrirlestri um koffínneyslu ungmenna í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem lögð var fyrir meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla nýverið.

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/frghr2020-2

Álfgeir mun í stuttu máli fara yfir áhrif koffíns á líkamlega og andlega líðan, nefna helstu fæðutegundir sem innihalda koffín, og útskýra hve mikið koffín dæmigerður neytandi notar. Þá mun hann lýsa niðurbroti koffíns í líkamanum, fráhvarfseinkennum og tímabili þeirra. Inntak fyrirlestursins verður um nýjar og nýlegar rannsóknir á áhrifum og tengslum koffíns við hegðun og líðan unglinga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is