Viðburðir eftir árum


Konur í upplýsingatækni - WiDS

Women in Data Science

  • 2.3.2020, 14:00 - 16:00

WiDS (Women in Data Science) er árleg ráðstefna haldin á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Samhliða ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í þriðja sinn hér á landi, í Háskólanum í Reykjavík, 2. mars kl. 14:00-16:00 í stofu M209. 

Tilgangurinn með WiDS er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni og samtímis efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.

Dagskrá

  • /sys/tur framtíðarinnar - sys/tur félag kvenna í tölvunarfræði við HR
  • Svefnbylting á tímum gervigreindar - Dr. Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarsérfræðingur við HR og Landspítala.
  • Fjölbreytni í hugbúnaðargerð - öðruvísi nálgun - Edit Ómarsdóttir, Hafdís Sæland og Helga Margrét Ólafsdóttir tölvunarfræðingar frá HR og stofnendur Statum.
  • Notandinn í bílstjórasætið - Dr. Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild HR
  • Gagnadrifin heilbrigðisþjónusta og lýðheilsa - Dr. Anna Sigríður Islind, lektor við tölvunarfræðideild HR
  • Framtíðar matvælavinnsla - Dr. Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í rannsóknum og vöruþróun hjá Marel

Fundarstjóri er Ragnhildur Ágústsdóttir, sölustjóri Microsoft á Íslandi, frumkvöðull og stofnandi Icelandic Lava Show.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu á slóðinni https://livestream.com/ru/wids2020

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Aðgangur er ókeypis, öll velkomin. 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is