Konur í upplýsingatækni - WiDS
Women in Data Science
WiDS (Women in Data Science) er árleg ráðstefna haldin á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Samhliða ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í þriðja sinn hér á landi, í Háskólanum í Reykjavík, 2. mars kl. 14:00-16:00 í stofu M209.
Tilgangurinn með WiDS er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni og samtímis efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.
Dagskrá
- /sys/tur framtíðarinnar - sys/tur félag kvenna í tölvunarfræði við HR
- Svefnbylting á tímum gervigreindar - Dr. Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarsérfræðingur við HR og Landspítala.
- Fjölbreytni í hugbúnaðargerð - öðruvísi nálgun - Edit Ómarsdóttir, Hafdís Sæland og Helga Margrét Ólafsdóttir tölvunarfræðingar frá HR og stofnendur Statum.
- Notandinn í bílstjórasætið - Dr. Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild HR
- Gagnadrifin heilbrigðisþjónusta og lýðheilsa - Dr. Anna Sigríður Islind, lektor við tölvunarfræðideild HR
- Framtíðar matvælavinnsla - Dr. Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í rannsóknum og vöruþróun hjá Marel
Fundarstjóri er Ragnhildur Ágústsdóttir, sölustjóri Microsoft á Íslandi, frumkvöðull og stofnandi Icelandic Lava Show.
Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu á slóðinni https://livestream.com/ru/wids2020
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Aðgangur er ókeypis, öll velkomin.