Íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum: Opinn kynningarfundur
Frá og með næsta hausti verður hægt að stunda BSc-nám í íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum
Opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum verður haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2, miðvikudaginn 4. mars, kl. 12:00.
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í boði er, atvinnumöguleika íþróttafræðinga og ýmislegt annað sem að náminu snýr.
Allir sem áhugasamir eru um námið eru hvattir til að mæta.
Blanda af staðarnámi og fjarnámi
Frá og með haustinu 2020 geta nemendur stundað BSc-nám í íþróttafræði við HR í blöndu af staðarnámi og fjarnámi í Vestmannaeyjum. Námið gefur íþróttafólki í Eyjum tækifæri til að stunda háskólanám samhliða æfingum og keppni.
- Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
- Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum.
- Nemendur ljúka tveimur þriggja vikna námskeiðum í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
- Kennarar frá HR koma til Vestmannaeyja tvisvar sinnum á önn til að vinna með nemendum.
- Síðasta árið í náminu verður kennt í staðarnámi í HR.
Viðburðurinn á Facebook