Kynningarfundur um meistaranám við sálfræðideild
Klínísk sálfræði og hagnýt atferlisgreining
Miðvikudaginn 29. mars verður kynning á meistaranámslínum sálfræðideildar kl 17:00-17:30 í stofu M103.
- Linda Bára Lýðsdóttir forstöðukona kynnir meistaranám í klínískri sálfræði.
- Hanna Steinunn Steingrímsdóttir forstöðukona kynnir meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu.
Eftir kynninguna verður sálfræðideild með bás í Sólinni þar sem hægt verður að spjalla við verkefnastjóra, núverandi nemendur og kennara.
Á sama tíma er kynning í Sólinni á öllu meistaranámi við HR.