Viðburðir eftir árum


Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun

  • 21.5.2015, 9:00 - 11:30

Mismunandi gæðakerfi og stjórnunaraðferðir eins og straumlínustjórnun geta mögulega lækkað byggingakostnað umtalsvert hér á landi. Ráðstefna um möguleikana sem felast í þessum aðferðum verður haldin 21. maí nk. kl. 9 – 11:30 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Hún ber yfirskriftina „Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun“. Ráðstefnan er haldin í samvinnu HR við Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) og Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ).

Gæðastjórnun er ofarlega á baugi í íslenskum mannvirkja- og byggingariðnaði. Sem dæmi má nefna að ítarlegar kröfur um gæðastjórnun við mannvirkjagerð hafa verið í lög leiddar nýverið. Helgi Þór Ingason, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR, er meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni en á dögunum kom út bók eftir hann um gæðastjórnun hjá Forlaginu (http://www.forlagid.is/?p=648501).

Þá mun Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Eykt, fjalla um undirbúning viðamikillar einkaframkvæmd á Höfðatorgi. Guðlaug Aðalrós fjallar jafnframt um gæðakerfi Vestfirskra verktaka. Loks mun Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson segja frá um ótrúlegum fjárhagslegum árangri sem verktakafyrirtæki uppskar með notkun straumlínustjórnunar (lean management).

Dagskrá ráðstefnunnar:

9:00 Opnun ráðstefnu - Ari Kristinn Jónsson, rektor HR

9:05 Mikilvægi góðrar stjórnunar fjárfrekra framkvæmda frá sjónarhóli fjárfesta -Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Summu

9:15 Hvað skiptir mál við innleiðingu gæðakerfa? Kynning á nýrri bók og íslenskri rannsókn -Helgi Þór Ingason, prófessor við HR

9:35 Undirbúningur stærri framkvæmdar (Höfðatorg) með vönduðum stjórnháttum - Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Eykt

9:50 Hlé

10:10 Reynslusögur um kostnaðarlækkun við mannvirkjagerð með straumlínustjórnun (lean management) - Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við HR

10:30 Gæðakerfi Vestfirskra verktaka - reynslusaga um ávinning, kosti og galla og hvað þarf til að árangur náist - Guðlaug Aðalrós Sverrisdóttir, gæðastjóri Vestfirskra verktaka

10:50 Pallborð (frummælendur) - Jón Guðmundsson, verkfræðingur og fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun

11:10 Ráðstefnuslit - Ráðstefnustjóri, Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ og TFÍ, tekur saman helstu niðurstöður.

11:30 Lok

Sjá frekari upplýsingar um viðburðinn á FacebookVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is