Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun
Mismunandi gæðakerfi og stjórnunaraðferðir eins og straumlínustjórnun geta mögulega lækkað byggingakostnað umtalsvert hér á landi. Ráðstefna um möguleikana sem felast í þessum aðferðum verður haldin 21. maí nk. kl. 9 – 11:30 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Hún ber yfirskriftina „Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun“. Ráðstefnan er haldin í samvinnu HR við Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) og Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ).
Gæðastjórnun er ofarlega á baugi í íslenskum mannvirkja- og byggingariðnaði. Sem dæmi má nefna að ítarlegar kröfur um gæðastjórnun við mannvirkjagerð hafa verið í lög leiddar nýverið. Helgi Þór Ingason, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR, er meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni en á dögunum kom út bók eftir hann um gæðastjórnun hjá Forlaginu (http://www.forlagid.is/?p=648501).
Þá mun Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Eykt, fjalla um undirbúning viðamikillar einkaframkvæmd á Höfðatorgi. Guðlaug Aðalrós fjallar jafnframt um gæðakerfi Vestfirskra verktaka. Loks mun Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson segja frá um ótrúlegum fjárhagslegum árangri sem verktakafyrirtæki uppskar með notkun straumlínustjórnunar (lean management).
Dagskrá ráðstefnunnar:
9:00 Opnun ráðstefnu - Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
9:05 Mikilvægi góðrar stjórnunar fjárfrekra framkvæmda frá sjónarhóli fjárfesta -Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Summu
9:15 Hvað skiptir mál við innleiðingu gæðakerfa? Kynning á nýrri bók og íslenskri rannsókn -Helgi Þór Ingason, prófessor við HR
9:35 Undirbúningur stærri framkvæmdar (Höfðatorg) með vönduðum stjórnháttum - Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Eykt
9:50 Hlé
10:10 Reynslusögur um kostnaðarlækkun við mannvirkjagerð með straumlínustjórnun (lean management) - Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við HR
10:30 Gæðakerfi Vestfirskra verktaka - reynslusaga um ávinning, kosti og galla og hvað þarf til að árangur náist - Guðlaug Aðalrós Sverrisdóttir, gæðastjóri Vestfirskra verktaka
10:50 Pallborð (frummælendur) - Jón Guðmundsson, verkfræðingur og fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun
11:10 Ráðstefnuslit - Ráðstefnustjóri, Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ og TFÍ, tekur saman helstu niðurstöður.
11:30 Lok
Sjá frekari upplýsingar um viðburðinn á Facebook