Viðburðir eftir árum


Líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins

Fyrstu niðurstöður úr Lifecourse rannsókninni

  • 27.11.2020, 12:00 - 13:00

Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild HR, fjallar um fyrstu niðurstöður Lifecourse rannsóknarinnar í hádegisfyrirlestri á netinu föstudaginn 27. nóvember kl. 12:00. 

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/lutc192020

Markmið rannsóknarinnar er að kanna daglegt líf og líðan unglinga á tímum COVID-19 faraldursins ásamt eftirfylgni. Rannsóknin er viðbót við verkefni sem hlaut styrk frá evrópska rannsóknaráðinu undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur við Háskólann í Reykjavík en vegna fyrri gagnasöfnunar er þessi viðbótarrannsókn einstakt tækifæri til að kanna breytingar í líðan vegna COVID-19 og skilgreina áhættuhópa fyrir vanlíðan. 

Kórónaveirufaraldurinn (COVID-19) hefur haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag í heild. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um aukningu á vanlíðan hjá börnum og unglingum en engar kerfisbundnar rannsóknir á líðan þeirra hafa verið birtar. Því er ekki vitað hvaða raunverulegu áhrif heimsfaraldurinn hefur á líðan unglinga.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is