Líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins
Fyrstu niðurstöður úr Lifecourse rannsókninni
Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild HR, fjallar um fyrstu niðurstöður Lifecourse rannsóknarinnar í hádegisfyrirlestri á netinu föstudaginn 27. nóvember kl. 12:00.
Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/lutc192020
Markmið rannsóknarinnar er að kanna daglegt líf og líðan unglinga á tímum COVID-19 faraldursins ásamt eftirfylgni. Rannsóknin er viðbót við verkefni sem hlaut styrk frá evrópska rannsóknaráðinu undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur við Háskólann í Reykjavík en vegna fyrri gagnasöfnunar er þessi viðbótarrannsókn einstakt tækifæri til að kanna breytingar í líðan vegna COVID-19 og skilgreina áhættuhópa fyrir vanlíðan.
Kórónaveirufaraldurinn (COVID-19) hefur haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag í heild. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um aukningu á vanlíðan hjá börnum og unglingum en engar kerfisbundnar rannsóknir á líðan þeirra hafa verið birtar. Því er ekki vitað hvaða raunverulegu áhrif heimsfaraldurinn hefur á líðan unglinga.