Listin að mistakast
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Hádegisfyrirlestur á vegum MPM-námsins í HR og Viðskiptablaðsins í tilefni Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar heldur hádegiserindi föstudaginn 17. janúar kl. 12-13 í stofu V102 í HR.
Gréta María, sem hlaut nýverið Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, mun í erindi sínu fjalla um faglega og persónulega nálgun hennar á stjórnun. Hún mun fara yfir vegferð Krónunnar og verðlaun sem Krónan hefur hlotið, meðal annars fyrir samfélagslega ábyrgð, ásamt því að ræða um hvað hefur mótað hana sem leiðtoga og hver markmið hennar eru í framtíðinni. Ingvar Haraldsson, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, heldur inngangserindi.
Gréta María Grétarsdóttir er verkfræðingur frá HÍ og hefur einnig sinnt kennslu bæði sem stundakennari við HÍ og við MPM-námið í HR. Áður en Gréta María tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar var hún fjármálastjóri Festi hf. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands.
Öll velkomin.
Fyrirlestrinum verður streymt á slóðinni https://livestream.com/ru/lam2020