Málþing Réttarfarsstofnunar HR um fyrirhugaðan endurupptökudóm
Fyrirliggjandi frumvarp dómsmálaráðherra til umfjöllunar
Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 19. febrúar 2020 klukkan 12:00-13:30 um fyrirhugaðan endurupptökudóm samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi dómsmálaráðherra. Málþingið fer fram í stofu V-101. Á málþinginu verður fjallað um frumvarp sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um endurupptökudóm, en frumvarpið ráðgerir að komið verði á fót nýjum dómstól sem ætlað er að taka afstöðu til krafna um endurupptöku dómsmála. Jafnframt er í frumvarpinu ráðgert að rýmka heimildir til þess að endurupptaka einkamál frá því sem nú er. Þá verður á málþinginu vikið að gildandi skipan á endurupptöku dómsmála sem og sögulegri þróun slíkra mála.
Í upphafi málþingsins verður kynnt starfsemi nýstofnaðrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík.
Dagskrá:
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
- Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
- Sindri M. Stephensen, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Réttarfarsstofnunar HR
- Stefán A. Svensson, lögmaður og varaformaður Lögmannafélags Íslands