Viðburðir eftir árum


Málþing Réttarfarsstofnunar HR um fyrirhugaðan endurupptökudóm

Fyrirliggjandi frumvarp dómsmálaráðherra til umfjöllunar

  • 19.2.2020, 12:00 - 13:30

Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 19. febrúar 2020 klukkan 12:00-13:30 um fyrirhugaðan endurupptökudóm samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi dómsmálaráðherra. Málþingið fer fram í stofu V-101. Á málþinginu verður fjallað um frumvarp sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um endurupptökudóm, en frumvarpið ráðgerir að komið verði á fót nýjum dómstól sem ætlað er að taka afstöðu til krafna um endurupptöku dómsmála. Jafnframt er í frumvarpinu ráðgert að rýmka heimildir til þess að endurupptaka einkamál frá því sem nú er. Þá verður á málþinginu vikið að gildandi skipan á endurupptöku dómsmála sem og sögulegri þróun slíkra mála.

Í upphafi málþingsins verður kynnt starfsemi nýstofnaðrar Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík.

Dagskrá:
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
- Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
- Sindri M. Stephensen, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Réttarfarsstofnunar HR
- Stefán A. Svensson, lögmaður og varaformaður Lögmannafélags Íslands



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is