Málþingi um undirbúning stúdenta í eðlisfræði fyrir nám í verkfræði
Laugardaginn 17. janúar 2015 stendur tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt Eðlisfræðifélagi Íslands fyrir málþingi um undirbúning stúdenta í eðlisfræði fyrir nám í verkfræði.
Málþingið verður haldið í húsnæði HR, stofu V102, og boðið verður upp á kaffi og með því ásamt léttum hádegismat. Þeir sem koma að skipulagi og kennslu eðlisfræði í framhaldsskólanum eru hjartanlega velkomnir.
Dagskrá:
kl. 9:30 Setning, Haraldur Auðunsson
kl. 9:40 Óskir og kröfur HR um undirbúning í eðlisfræði, Sigurður Ingi Erlingsson
kl. 9:50 Erindi eðlisfræðikennara í framhaldsskólum (10 mínútur hvert):
Kvennaskólinn (Guðrún Margrét Jónsdóttir), MR (Birgir Ásgeirsson), Flensborg (Viðar Ágústsson), Frumgreinadeild HR (Karl Jósafatsson),
kl. 10:30-10:40 Frímínútur
ME (Helgi Ómar Bragason), MH (Guðný Guðmundsdóttir), MA (Brynjólfur Eyjólfsson), Verzlunarskólinn (Vilhelm Sigfús Sigmundsson).
kl. 11:20 Frímínútur
kl. 11:30 Almenn umræða um óskir HR og möguleika framhaldsskólans
kl. 12:00 Hádegismatur í HR
kl. 13:00 Ávarp deildarforseta tækni- og verkfræðideildar, Guðrún A. Sævarsdóttir
kl. 13:10 Vinnuhópar:
- Námskrá framhaldsskólanna og undirbúningur fyrir nám í verkfræði
- Hvernig getur HR stutt við kennslu og eflingu eðlisfræði í framhaldsskólum
- Áhersla á náttúruvísindi í skólum og kynningarstarf
kl. 14:15 Kynning á aðstöðu í eðlisfræði í HR, samantekt vinnuhópa og niðurstaða, og kaffi
kl. 15:15 Slit málþingsins
Undirbúningshópurinn: Andrei Manolescu, Haraldur Auðunsson og Sigurður Ingi Erlingsson