Viðburðir eftir árum


Málþingi um undirbúning stúdenta í eðlisfræði fyrir nám í verkfræði

  • 17.1.2015, 9:30 - 15:15

Laugardaginn 17. janúar 2015 stendur tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt Eðlisfræðifélagi Íslands fyrir málþingi um undirbúning stúdenta í eðlisfræði fyrir nám í verkfræði.

Málþingið verður haldið í húsnæði HR, stofu V102, og boðið verður upp á kaffi og með því ásamt léttum hádegismat. Þeir sem koma að skipulagi og kennslu eðlisfræði í framhaldsskólanum eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá:

kl. 9:30 Setning, Haraldur Auðunsson
kl. 9:40 Óskir og kröfur HR um undirbúning í eðlisfræði, Sigurður Ingi Erlingsson
kl. 9:50 Erindi eðlisfræðikennara í framhaldsskólum (10 mínútur hvert):
Kvennaskólinn (Guðrún Margrét Jónsdóttir), MR (Birgir Ásgeirsson), Flensborg (Viðar Ágústsson), Frumgreinadeild HR (Karl Jósafatsson),
kl. 10:30-10:40 Frímínútur
ME (Helgi Ómar Bragason), MH (Guðný Guðmundsdóttir), MA (Brynjólfur Eyjólfsson), Verzlunarskólinn (Vilhelm Sigfús Sigmundsson).
kl. 11:20 Frímínútur
kl. 11:30 Almenn umræða um óskir HR og möguleika framhaldsskólans
kl. 12:00 Hádegismatur í HR
kl. 13:00 Ávarp deildarforseta tækni- og verkfræðideildar, Guðrún A. Sævarsdóttir
kl. 13:10 Vinnuhópar:

  1. Námskrá framhaldsskólanna og undirbúningur fyrir nám í verkfræði
  2. Hvernig getur HR stutt við kennslu og eflingu eðlisfræði í framhaldsskólum
  3. Áhersla á náttúruvísindi í skólum og kynningarstarf

kl. 14:15 Kynning á aðstöðu í eðlisfræði í HR, samantekt vinnuhópa og niðurstaða, og kaffi
kl. 15:15 Slit málþingsins

Undirbúningshópurinn: Andrei Manolescu, Haraldur Auðunsson og Sigurður Ingi ErlingssonVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is