Viðburðir eftir árum


Markmiðasetning: Frá rannsóknum til hagnýtingar

Íþróttasálfræðingar í fremstu röð halda fyrirlestur í HR

  • 29.8.2022, 11:50 - 13:00

Dr. Robert Weinberg og dr. Daniel Gould halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þann 29. ágúst kl. 11:50 í stofu M209. Fyrirlesturinn er á vegum íþróttafræðideildar HR og ÍSÍ og fjallar um niðurstöður rannsókna sem benda til mikilvægis markmiðasetningar á víðum grundvelli. 

Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að markmiðasetning sé sú aðferð sem sé hvað árangursríkust til þess að efla áhugahvöt (e. motivation). Fyrri hluti fyrirlestursins mun fjalla niðurstöður rannsókna um áhrif markmiðsetningar á árangur í íþróttum og þjálfun. Fjallað verður um skilgreiningar á huglægum og hlutlægum markmiðum, mismunandi gerðum markmiða (niðurstöðu, frammistöðu og ferlis). Einnig verður fjallað um afhverju markmið virka til þess að framkalla breytingar á hegðun. Í seinni hluta fyrirlestursins verður lögð áhersla á hagnýtar markmiðasetningarreglur. Kynnt verða markmiðasetningarkerfi sem auka skilvirkni markmiða. Að lokum verður fjallað um mikilvægi þess að sníða meginreglur markmiðsetningar að hverjum og einum því sama nálgun hentar ekki öllum. 

Robert Weinberg

Dr. Weinberg er virtur og afkastamikill fræðimaður á sviði íþróttasálfræði. Hann var sem dæmi tilnefndur sem einn af 10 bestu íþróttasálfræðingunum í Norður-Ameríku. Hann hefur birt yfir 150 fræðigreinar, yfir 40 bókakafla og skrifað níu bækur. Samkvæmt Google Scholar hefur verið vitnað í verk hans yfir 20.000 sinnum. Dr. Weinberg er annar af tveimur höfundum kennslubókarinnar Foundations of Sport and Exercise Psychology. Bókin er vinsælasta og þekktasta kennslubók heims á sviði íþróttasálfræði.

Daniel Gould

Dr. Gould er forstöðumaður Institute for the Study of Youth Sports og prófessor í íþróttasálfræði við Michigan State University. Hann hefur verið ráðgjafi fyrir bandarísku ólympíunefndina, bandaríska tennissambandið og fjölda íþróttamanna á öllum aldri og færnistigum. Hann er öflugur vísindamaður og hefur birt fjölmargar vísindagreinar, bókarkafla og skrifað fjölmargar bækur einnig. Líkt og Dr. Weinberg hefur Dr. Gould verið tilnefndur sem einn af 10 bestu íþróttasálfræðingunum í Norður-Ameríku. Daniel Gould er einn af höfundum kennslubókarinnar Foundatoins of Sport and Exercise Psychology.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is