Meistaravörn við íþróttafræðideild - Kolbrún Helga Hansen
Corona crisis effects on Icelandic sport clubs in terms of human resource, finance and structural capacity
Kolbrún Helga Hansen ver meistararitgerð sína í MSc tvöföld meistaragráða í íþróttastjórnun og íþróttavísindum mánudaginn 16. janúar kl. 9 í stofu M326.
Titill: Corona crisis effects on Icelandic sport clubs
in terms of human resource, finance and structural capacity
Leiðbeinandi: Hallur Þór Sigurðarson
Meðleiðbeinandi: Kjell Marius Herskedal
Andmælandi: Kjartan Sigurðsson
Útdráttur:
Rekstur og stjórnun íþróttafélaga hefur orðið sífellt flóknari undanfarin ár. Það er hvorki raunhæft né sanngjarnt að setja slíka vinnu eingöngu í hendur sjálfboðaliða. Íþróttafélög eiga erfitt með að sækja sér það fjármagn og þann mannauð sem þau þurfa til að sinna hlutverki sínu. Fjárhagslegir erfiðleikar geta haft neikvæð áhrif á mannauð og innviði, og öfugt. Kórónuveirufaraldurinn dróg úr tekjum íþróttafélaga og jók pressu á sjálfboðaliða. Í verkefninu var notast við aðlagað módel um getu skipulagsheilda til að kanna getu íslenskra íþróttafélaga til að sinna iðkendum sínum og hvort þau voru undirbúin fyrir kreppu. Til rannsóknar voru sex íslensk íþróttafélög. Þau voru misgömul og með misjafnan fjölda íþróttagreina innan sinna raða. Helstu niðurstöður verkefnisins voru að Kórónuveirufaraldurinn dróg úr fyrirsjáanleika í rekstri félaganna. Fjárhagsstaða allra félaganna var góð lok faraldursins óháð því hversu sterk eða veik hún var fyrir faraldurinn. Því má þakka auka fjárframlögum frá hinu opinbera. Til að vera betur undirbúin fyrir næstu kreppu væri ráð fyrir íþróttafélög að reyna að tryggja sér langtíma fjármögnun og eiga skriflega viðbragðáætlun. Verkefnið bætir við þekkingu á íþróttastjórnun á Íslandi og í framhaldinu væri forvitnilegt að kafa dýpra í efnið með rannsókn sem byggði á viðtölum.