Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Arnar Þór Ólafsson

MSc í fjármálaverkfræði

  • 4.6.2020, 16:00 - 17:00

Föstudaginn 4.júní kl. 16:00 mun Arnar Þór Ólafsson verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í fjármálaverkfræði „Gangverk gengistryggðra lána: Lágmarksáhættu framsetning og mat á tryggingarkostum“. Staðsetning á fyrirlestri fer fram á Zoom og eru allir velkomnir.

Linkur að Zoom: https://zoom.us/j/98023567175?pwd=a2pSaW5RbTBjNkxLUXRqZFJFdkw2QT09

Meeting ID: 980 2356 7175
Password: 700113


Nemandi: Arnar Þór Ólafsson
Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson
Prófdómari: Yngvi Harðarson

Útdráttur
Gengistryggð lán voru vinsæl vara íslensku bankanna á árunum fyrir fjármálahrunið árið 2008 og skipuðu yfir 10% hlutdeild af húsnæðislánamarkaði. Snörp veiking krónunnar á hrunsárunum varð til þess að afborganir neytenda af slíkum lánum hækkuðu upp úr öllu valdi á skömmum tíma og dæmi eru um að eftirstöðvar lánanna hafi allt að þrefaldast.
Gjaldmiðlar taka gjarnan tíðum og stórum breytingum til skamms tíma og því þykja gengistryggð lán áhættusamari en aðrir lánakostir á markaði í dag. Hins vegar eru til áhættuvarnartól sem hægt er að beita til að verja sig gegn gjaldmiðlaáhættu og eru slíkar aðferðir vinsælar á meðal fyrirtækja og stofnanna en hinn almenni neytandi hefur fá úrræði í þeim efnum. Þegar hrunið skall á voru almennir neytendur því óvarðir gagnvart veikingu krónunnar.
Í þessari ritgerð verður lögð áhersla á að útfæra gengistryggð lán á neytendavænan hátt, bæði með virkri áhættustýringu lánsins þar sem lágmarksáhættu aðferð er beitt og með þaksetningu á gengi gjaldmiðla þar sem verðlagðar verða tryggingar í formi evrópskra kauprétta og framvirkra samninga til að tryggja neytendur fyrir veikingu krónunnar. Gerður verður samanburður á lánaformum út frá sögulegum gögnum og tryggingarkostir metnir út frá hermdum gögnum.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is