Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild Birgitta Rán Ásgeirsdóttir

MSc í byggingarverkfræði

  • 12.1.2023, 15:00 - 16:00, Háskólinn í Reykjavík

Fimmtudaginn 12. janúar kl. 15:00 mun Birgitta Rán Ásgeirsdóttir verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í byggingarverkfræði „Kostnaðaráætlanir hjá Vegagerðinni - Aðferðir til að áætla ófyrirséðan kostnað eftir hönnunarstigum“. Fyrirlesturinn fer fram á teams og eru allir velkomnir.

Nemandi: Birgitta Rán Ásgeirsdóttir

Leiðbeinandi: Þórður Víkingur Friðgeirsson

Prófdómari: Halldór Ó. Zoëga

Útdráttur:

Í rannsókn þessari verða skoðaðar kostnaðaráætlanir hjá Vegagerðinni, en rannsóknir hafa sýnt að opinber verkefni eiga það til að fara fram úr kostnaðaráætlunum. Rannsóknir á samgöngumannvirkjum hafa sýnt að uppundir 9 af hverjum 10 kostnaðaráætlunum verkefna fara fram úr kostnaðaráætlun og er skýringin oft á tíðum talin vera ofurbjartsýni á verkefnin með óraunhæfar áætlanir. Í verkefninu verða eftirfarandi atriði tekin fyrir:

• Kostnaðaráætlanir á mismunandi hönnunarstigum voru skoðaðar og gerð grein fyrir hversu mikil framúrkeyrsla er í verkefnum Vegagerðarinnar eftir þeim.

• Hvernig kostnaður á samgönguáætlun þróast með tíma, frá upphafi hönnunar til verkframkvæmda.

• Aðferðir til að áætla ófyrirséðan kostnað í verkefnum og gerð tillaga að samræmingu verklags á öllum hönnunarstigum Vegagerðarinnar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að almennt eru kostnaðaráætlanir fyrir verkhönnun nokkuð góðar, þrátt fyrir að hátt hlutfall verkefna fari yfir kostnaðaráætlun þá er meðaltal yfir keyrslu ekki mjög hátt. Hins vegar eru kostnaðaráætlanir fyrir frumdrög ekki nógu góðar og mikil tækifæri til úrbóta þar.


Abstract:

The subject of this thesis is to analyse cost estimates by the Icelandic Road and Coastal Administration (IRCA). Research has shown that public projects tend to be over budget and when it comes to transportation infrastructure 9 out of 10 cost estimations are over budget. Researchers often conclude that optimism-bias and over-estimation of the benefits of the projects is to blame. Following topics will be the main focus in this work:

• Cost estimates for different design stages are examined and the cost-overrun evaluated in IRCA projects.

• The Transportation plan by the Icelandic Government is reviewed and the development of costs estimate over time from preliminary design to tender examined.

• Methods for estimating unforeseen costs in projects will be reviewed and a proposal will be presented to harmonize the procedures used by IRCA at all design stages.

The results indicate that the cost estimates for project design are rather good, despite a high percentage of projects exceed the budget, the average over execution is not significant. However, the cost estimates for the preliminary design are not as good, and improvements are recommended.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is