Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Bjarki Þór Friðleifsson

MSc í fjármálaverkfræði

  • 4.6.2020, 14:00 - 15:00

Fimmtudaginn 4.júní kl. 14:00 mun Bjarki Þór Friðleifsson verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í fjármálaverkfræði „Extreme value theory and its application for finance“. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og eru allir velkomnir.

Linkur að Zoom: https://zoom.us/j/93743628770?pwd=eWlXd0JaTjBNYTNSTXpCWTN1TGt0UT09

Meeting ID: 937 4362 8770
Password: 352928

Nemandi: Bjarki Þór Friðleifsson
Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson
Prófdómari: Yngvi Harðarson

Útdráttur
Aðferðir við beitingu útgildiskenningarinar á fjármálamarkaði eru rannsakaðar ásamt fráviki sögulegar ávöxtunar raða frá normaldreifingu. Hefðbundnar kenningar og aðferðir einbeita sér að öllum þeim gögnum sem til eru fyrirgefinn fjármálagerning, en með notkun útgildiskenningar er lögð áhersla á þau gögn sem teljast sem útgildi og þau greind og skoðuð. Ritgerðin mun beina sjónum að því hvernig hægt er að beita útgildiskenningunni á markaðsáhættu, þ.e.a.s. verðbreytingarverðbréfa og hvaða áhrif það hefur á áhættumælingar.
Skoðaðar voru fjárhagslegar ávöxtunartölur fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðinum og gögnin notuð til að prófa líkönin sem kynnt eru með útgildiskenningunni og athugað hvort dreifing gagna sé þung (e. heavy tailed). Önnur líkön eru einnig kynnt þegar kemur að því að verðleggja afleiður og mæla áhættu.
Niðurstöður sýna að útgildiskenningin getur reynst gagnleg og gefið betri mynd af raunverulegri áhættu en klassískar fjármálakenningar og líkön. Einnig sýna niðurstöður að raun dreifing daglegrar hlutabréfaávöxtunar Íslenskra fyrirtækja er ekki normaldreifð.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is