Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Daisy Heimisdóttir

MSc í rekstrarverkfræði

  • 4.6.2020, 16:00 - 17:00

Fimmtudaginn 4.júní kl 16:00 mun Daisy Heimisdóttir verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði „Collaborative Contracting, Comparison of the Nordic‘s and Analysis of Attitude regarding Collaboration Contracting in Public Procurement in Iceland“. Fyrirlesturinn fer fram í M209 og eru allir velkomnir en minnum þó á að sóttvarnareglur eru enn í gildi.

Nemandi: Daisy Heimisdóttir
Leiðbeinendur: Dr. Helgi Þór Ingason og Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson
Prófdómari: Halldór Ó. Zoëga

Útdráttur
Samningagerð er stór partur af opinberum innkaupum. Hefðbundar innkaupaleiðir geta oft reynst kostnaðarsamar eða endað í lögsóknum og því hafa Norðurlöndin leitað nýrra leiða. Samvinnusamningar sem gerðir eru utan stofnana eru taldir efla traust og samvinnu milli aðila innan samningsins. Til eru bæði verkfræðilegar aðgerðir og verkfæri sem notaðar eru í afhendingu verkefna sem hvetja til samvinnusambands. Þá eru einnig til lög og reglugerðir sem vert er að fylgja í opinberum innkaupum. Staða samvinnusamninga á Norðurlöndunum er skoðuð í þessari ritgerð og þar sem lítið hefur verið fjallað um þetta efni á Íslandi er viðhorf gagnvart samvinnusamningum hérlendis skoðað. Reynt er að komast að því hvort svipaðar innleiðingar og gerðar hafa verið á Norðurlöndunum séu mögulegar hér á landi og hvort að áhugi fyrir því sé raunverulega til staðar.

Keywords: Samvinna, Samvinnusamningar, Opinber innkaup, Afhending verkefna, Norðurlönd.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is