Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Hafrún Helga Haraldsdóttir

MSc í rekstrarverkfræði

  • 4.6.2020, 13:00 - 14:00

Fimmtudaginn 4.júní kl 13:00 mun Hafrún Helga Haraldsdóttir verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði „The future of experiential learning within the department of engineering at Reykjavík University“. Fyrirlesturinn fer fram M209 og eru allir velkomnir en minnum þó að sóttvarnareglur eru enn í gildi.

Nemandi: Hafrún Helga Haraldsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson
Prófdómari: Dr. Ásrún Matthíasdóttir

Útdráttur
Í þessari ritgerð var skoðað hvernig verkfræðideildin innan Háskólans í Reykjavík er að nota reynslunám í dag og spurningunni um hvort það ætti að vera meira notað er svarað. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem núverandi staða á notkun reynslunáms innan Háskólans í Reykjavík var metin með hálfstöðluðum viðtölum og út frá því voru tækifæri í umhverfinu í kringum háskólann skoðuð með reynslunám í huga. Niðurstöðurnar gefa til kynna að reynslunám ætti að vera notað meira og hugmyndir fyrir æfingar og verkefni í umhverfi háskólans eru kynntar, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is