Meistaravörn við verkfræðideild: Hafrún Helga Haraldsdóttir
MSc í rekstrarverkfræði
Fimmtudaginn 4.júní kl 13:00 mun Hafrún Helga Haraldsdóttir verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði „The future of experiential learning within the department of engineering at Reykjavík University“. Fyrirlesturinn fer fram M209 og eru allir velkomnir en minnum þó að sóttvarnareglur eru enn í gildi.
Nemandi: Hafrún Helga Haraldsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson
Prófdómari: Dr. Ásrún Matthíasdóttir
Útdráttur
Í þessari ritgerð var skoðað hvernig verkfræðideildin innan Háskólans í Reykjavík er að nota reynslunám í dag og spurningunni um hvort það ætti að vera meira notað er svarað. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem núverandi staða á notkun reynslunáms innan Háskólans í Reykjavík var metin með hálfstöðluðum viðtölum og út frá því voru tækifæri í umhverfinu í kringum háskólann skoðuð með reynslunám í huga. Niðurstöðurnar gefa til kynna að reynslunám ætti að vera notað meira og hugmyndir fyrir æfingar og verkefni í umhverfi háskólans eru kynntar, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun.