Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Halldór Guðni Traustason

MSc hátækniverkfræði

  • 28.5.2020, 14:00 - 15:00

Fimmtudaginn 28.maí kl 14:00 mun Halldór Guðni Traustason verja 60 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í hátækniverkfræði „Gagnasöfnun og túlkun á rafmagnsmælingum fyrir ljósbogaofn“. Fyrirlesturinn fer fram í M104 og eru allir velkomnir en minnum þó á að sóttvarnareglur eru enn í gildi.

Nemandi: Halldór Guðni Traustason
Leiðbeinandi: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
Prófdómari: Benedikt Ómarsson, PhD sérfræðingur hjá Elkem

Útdráttur
Ljósbogaofnar eru oft notaðir til framleiðslu á kísilmálmi.
Ofninn er fylltur af hráefnum sem umlykja neðri part rafskauta.
Rafstraumur er leiddur inn í ofnin í gegnum rafskautin og þaðan í hráefnin, ýmist í gegnum ljósboga eða beina snertingu sem býr til nægan hita til að keyra efnahvörfin sem framleiða málm.
Þessi ritgerð segir frá tveimur markmiðum.
Fyrsta markmiðið er að hanna gagnasöfnunarkerfi og nota til að safna straum og spennumerkjum frá einum af kísil ofnum Elkems á Íslandi.
Gögnin eru svo forunnin og birt í gegnum vef forrit skrifað í Python.
Seinna markmiðið er að safna gögnum í kringum ákveðin keyrslu skilyrði á ofninum og túlka þau.
Þessi ritgerð lýsir því hvernig gögnum er safnað í kringum það þegar bræddum málmi er tappað af ofninum.
Mælingar eru gerðar rétt áður og eftir að málmi er tappað af.
Ljósboga merkið (e.arc footprint) er greint með tilliti til flatarmáls og hallatölu ljósboga merkisins.
Niðurstöður benda til þess að stærð flatarmáls ljósboga merkisins og hallatala þess fylgjast að.
Stærra flatarmál ljósboga merkisins, sem má tengja við meiri ljósboga virkni, leiðir að hallatala ljósboga merkisins verður einnig hærri.
Þetta gefur til kynna að við ákveðnar aðstæður í ofninum, þá lækkar fasa viðnámið með hækkandi ljósboga virkni.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is