Meistaravörn við verkfræðideild: Inga María Backman
MSc í rekstrarverkfræði
Fimmtudaginn 28.maí kl 9:00 mun Inga María Backman verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði „Scheduling restaurant staff using integer programming in cooperation with Matur og Drykkur“. Fyrirlesturinn fer fram í M104 og eru allir velkomnir en minnum þó að sóttvarnareglur eru enn í gildi.
- Nemandi: Inga María Backman
- Leiðbeinandi: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
- Prófdómari: Sigurður Óli Gestsson
Útdráttur
Að reka veitingastað á Íslandi er krefjandi verkefni. Veitingastaðir eru oftar en ekki reknir með litlum hagnaði þar sem það er kostnaðarsamt að reka veitingastað, en þar spilar starfsmannakostnaður eitt stærsta hlutverkið. Vaktstjórar eyða ómældum tíma í að útbúa vaktaplan handvirkt í hverjum mánuði. Þeir hafa í huga starfsmanna óskir um vaktafrí en gleyma oft hvað gæti verið hagkvæmast fyrir rekstur fyrirtækisins. Meginmarkmið með þessari ritgerð er að útbúa stærðfræðilíkan sem lágmarkar kostnað fyrirtækisins en hefur á sama tíma þarfir starfsmanna í huga sem og kjarasamninga og réttindi sem fara þarf eftir. Á þennan hátt mun módelið sjá til þess að kostnaður sé lágmarkaður og vaktstjórinn laus frá handavinnunni við að útbúa vaktaplan en á sama tíma hugar að starfsmannaánægju og þörfum veitingastaðarins.
Efnisorð: Vaktaplan, veitingageirinn, bestunarlíkan