Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Olgeir Óskarsson

MSc heilbrigðisverkfræði

  • 15.5.2020, 13:00 - 14:00

Föstudaginn 15.maí kl 13:00 mun Olgeir Óskarsson verja 60 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í heilbrigðisverkfræði "Kerfi fyrir eftirvinnslu á hreyfigreiningu á golfsveiflu". Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og eru allir velkomnir.

Linkur að Zoom:

https://us02web.zoom.us/j/87835112751?pwd=RXNEY3k0di9IYkUyTzdGUjI0OEk1Zz09

Meeting ID: 878 3511 2751
Password: 423668

Nemandi: Olgeir Óskarsson
Leiðbeinendur: Magnús Kjartan Gíslason, dósent við HR og Arinbjörn Clausen (Össur)
Prófdómarar: Davíð Gunnlaugsson, PGA golfkennari og íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar; Baldur Þorgilsson, Verkfræðideild HR

Útdráttur

Hreyfigreining á hreyfingum mannsins skila af sér töluverðu magni gagna sem hægt er að yfirfæra í hagkvæmar upplýsingar. Kerfi var hannað sem sækir gögn úr hreyfigreiningar mælingu, framkvæmir eftirvinnslu á gögnunum og geymir gögnin í gagnagrunni. Kerfið var notað til að vinna og geyma hreyfigreiningar gögn ásamt gögnum úr golf hermi. Gögnin voru tímastöðluð svo samanburður milli högga væri mögulegur og lykilatburðir innan sveiflunnar búnir til.

Kerfið var notað til að framkvæma lífaflfræðigreiningu til að bera saman hreyfingu og útkomu í golfsveiflu þar sem einstaklingur sló á þremur mismunandi gervifótum. Vari-Flex® sem er hefðbundinn orkugeymandi gervifótur, Pro-Flex® sem er nýrri hönnun sem leyfir meiri sveigju í samhverfuplani og Pro-Flex® með viðbættum íhlut sem auðveldar snúning í þverplani. Frumþáttagreining var framkvæmd til að meta dreifni í hreyfingu- og kraftabreytum í gervifæti.

Niðurstöður benda til þess að aukin hreyfigeta í þverplani auðveldar mjaðmasnúning í lok sveiflunnar og eykur iljarbeygju gerviökklans niður á við. Þrýstimiðja gerviökklans hreyfist minna í höggstefnu í niðursveiflunni og viðbragði snúningsvægisins er seinkað þegar sveiflað er á Pro-Flex fæti með snúnings íhlutnum miðað við Vari-Flex og hefðbundna Pro-Flex. Snúningsvægin í hné og ökkla sýna ólík mynstur í gerviökklunum í niðursveiflunni og fram til loka sveiflunnar.

Rannsóknir sem fjalla um golf og gervifætur eru af skornum skammti og þetta verkefni er ákveðin undirstaða fyrir áframhaldandi hreyfigreiningar rannsóknir á golfi og gervifótum.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is