Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Silja Stefnisdóttir

MSc í rekstrarverkfræði

  • 26.5.2020, 9:00 - 10:00

Þriðjudaginn 26.maí kl 9:00 mun Silja Stefnisdóttir verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði "Hydrological modeling: Artificial Neural Networks and parameter calibration". Fyrirlesturinn fer fram í M104 og eru allir velkomnir en minnum þó á að sóttvarnareglur eru enn í gildi.

 

  • Nemandi: Silja Stefnisdóttir
  • Leiðbeinendur: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, David Finger
  • Prófdómari: Anna Sikorska-Senoner

 

Útdráttur

Vatnsfræðilíkön eru mikilvægir þættir í stjórnun vatns- og umhverfisauðlindastjórnun. Kvörðun líkana er ein af þeim áskorunum sem vatnsfræðilíkön standa frammi fyrir. Árangursrík kvörðun líkana eykur nákvæmni niðurstaðna þeirra. Í þessari ritgerð eru bornar saman tvær kvörðunaraðferðir Hermihörðnun og Monte Carlo, til að kvarða afrennslislíkanið HBV-light. 

Vatnasviðið sem notast var við í ritgerðinni var Rhone í Sviss. Tauganetslíkan var smíðað til að líkja eftir rennsli. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöðurnar sem fengnar voru með HBV-light líkaninu. Samanburður á kvörðunaraðferðum sýndi að Monte Carlo aðferðin með 100 bestu keyrslunum skilaði betri niðurstöðum en hermihörðnunar aðferðin. Hermihörðnunar aðferðin sýndi betri árangur þegar 10 bestu keyrslurnar voru notaðar. 

Hermihörðnunaraðferðin þarf fleiri keyrslur til að veita betri árangur og lægri staðalfrávik. Hermihörðnunar aðferðin var efnileg og frekari vinna væri áhugaverð. Tauganetið skilaði betri árangri miðað við HBV-light líkanið í sumum tilvikum og með minni hlutfallslegri villu. Frekari vinna gæti falið í sér að nota endurkvæmt tauganet til að líkja betur eftir niðurstöðum HBV-light líkansins.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is