Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Styrmir Guðmundsson

MSc í fjármálaverkfræði

  • 5.6.2020, 14:00 - 15:00

Föstudaginn 5.júní kl. 14:00 mun Styrmir Guðmundsson verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í fjármálaverkfræði „Hverjir eru fræðilega réttir vaxtaferlar og álagsferlar á skuldabréfum Íslandsbanka?“. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og eru allir velkomnir.

Linkur að Zoom: https://zoom.us/j/92391584895?pwd=ZVE0U3lHcHFadThTNkdMZUw1QTEydz09

Meeting ID: 923 9158 4895
Password: 355206


Nemandi: Styrmir Guðmundsson
Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson
Prófdómari: Örvar Snær Óskarsson

Útdráttur
Markmiðið í þessari ritgerð var að nota líkan sem reiknar út fræðilega rétt verð á sértryggðum, almennum og víkjandi skuldabréfum Íslandsbanka og með því finna fræðilega rétta vaxtaferla og álagsferla fyrir þessi skuldabréf. Líkanið sem notað var byggir á líkani Mertons (1974) og er eftir Eom, Helwege og Huang (2004). Niðurstöður gefa til kynna að ávöxtunarkrafa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka ætti að vera sú sama og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa. Það má því álykta að sértryggð skuldabréf bankans séu með of háa ávöxtunarkröfu og þar af leiðandi með of hátt álag ofan á ríkisskuldabréf. Álagsferlar fyrir almenn skuldabréf bankans sýna að álagið ætti að vera hæst fyrir skuldabréf sem hafa gjalddaga eftir u.þ.b. 4 ár og nálgast álagið á þeim skuldabréfum þá 90 punkta. Á víkjandi skuldabréfum bankans er álagið einnig hæst á skuldabréfum sem hafa gjalddaga eftir u.þ.b. 4 ár og er álagið á þeim tíma nálagt 180 punktum. Niðurstöður í þessari ritgerð gætu verið gagnlegar fyrir bæði Íslandsbanka og fjárfesta þegar kemur að skuldabréfaútboðum bankans á þessum skuldabréfum.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is