Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Tómas Atli Atlason

MSc í fjármálaverkfræði

  • 12.6.2020, 14:00 - 15:00

Föstudaginn 12.júní kl 14:00 mun Tómas Atli Atlason verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í fjármálaverfræði „Samanburður á vaxtalíkönum með íslenskum ríkisskuldabréfa gögnum“. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og eru allir velkomnir.

Linkur að Zoom: https://zoom.us/j/99588479574?pwd=RVd4QXl6MnZrSk9EbjlUQ3dHR3l6UT09

Meeting ID: 995 8847 9574
Password: 581411

Nemandi: Tómas Atli Atlason
Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson
Prófdómari: Örvar Snær Óskarsson

Útdráttur
Þessi ritgerð áætlar íslenska vaxtaferilinn fyrir verð- og óverðtryggð ríkisskuldabréf. Fjögur vaxtalíkön voru notuð til að áætla ferilinn. Samanburður á niðurstöðum sýnir að þriðja stigs þjálguð splæsiföll veita nákvæmari niðurstöður en önnur athuguð líkön. Til að bera saman líkönin var notast við aðferð minnstu ferningssummu, sem gefur tölulegar upplýsingar um gæði niðurstaðna. Ritgerðin fjallar einnig um væntanlegt verðbólgustig á grundvelli mismunarins á milli óverðtryggða og verðtryggða vaxtaferilsins. Þessi dreifing er oft notuð sem vísbending um verðbólgu til framtíðar, sem og til að miða við verðbólgu yfir ákveðin tímabil. Þetta hefur ekki verið sannað sem góður mælikvarði á Íslandi.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is