Viðburðir eftir árum


Meistaravörn við verkfræðideild: Viðar Pétur Styrkársson

MSc í rekstrarverkfræði

  • 3.6.2020, 16:00 - 17:00

Miðvikudaginn 3.júní kl 16:00 mun Viðar Pétur Styrkársson verja 30 ECTS verkefni sitt til meistaragráðu í rekstrarverkfræði „Forecasting demand for ATM replenishment“. Fyrirlesturinn fer fram í M104 og eru allir velkomnir en minnum þó á að sóttvarareglur eru enn í gildi.

Nemandi: Viðar Pétur Styrkársson
Leiðbeinendur: Dr. Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði við HR og Dr. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent í rekstrarverkfræði við HR.
Prófdómari: Sigurður Óli Gestsson MSc iðnaðarverkfræðingur, Framkvæmdastjóri hjá Rhino Aviation.

Útdráttur
Þegar seðlar liggja óhreyfðir í hraðbönkum er ekki hægð að nota þá seðla fyrir aðrar fjáfestingar. Til þess að lágmarka þennan birgðarkostnað þarf spálíkan sem getur spáð fyrir um eftirspurn seðla. Í þessu verkefni eru gögn frá Landsbankanum notuð til þess að útbúa spálíkan fyrir stakan hraðbanka í hraðbankaneti Landabankanns.
Með gagnanámi og vitvélum (e. Machine learning and data mining) er spálíkan útbúið sem getur spáð fyrir um dagseftirspurn seðla í einum hraðbanka. Þær aðferðir í gagnanámi og vitvélum sem eru notaðar og bornar saman eru línuleg aðhvarfsgreining (e. Linear regression) og gervi tauganet (e. Artifical neural network). Til þess að spá fyrir um eftirspurnin fyrir heilan mánuð eru hefðbundar spáaðferðir notaðar, af þeim aðferðum verða skoðuð M tímabila hreyfið meðaltal og veldisjöfnunar aðferðinar. Aðferðir eru bornar saman með því að skoða frávikin með meðalstaðalskekkju (e. Mean abolute error), meðalferskekkju (e. Mean squared error) og meðalstaðalprósentuskekkju (e. Mean absolute percentage error).
Með tilbúnu spálíkani, er ákvarðanartökulíkan fyrir pöntunarmagn útbúið með því að nota aðferð hagkvæmustu pöntuarstæðrar (e. EOQ).



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is