Morgunfundur: Opinn tími í MPM-námi
Hóphugsun: Verkefnateymi og aflfræði hópa
Haukur Ingi Jónasson sem kennir við meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík býður í opna kennslustund.
Haukur mun fjalla um stjórnun verkefnateyma og sérfræðingateyma með sérstakri áherslu á hóphugsun í ákvarðanatöku. Efnistök í kennslustundinni munu verða áhugaverð og vekja bæði nemendur og gesti til umhugsunar um áhrif hópa á einstaklinga og áhrif einstaklinga á hópa.
Haukur Ingi er lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnarformaður MPM-námsins. Hann er m.a. höfundur bókanna Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni og Project Ethics.