Nám, líðan og heilsa í heimsfaraldri
Hvernig er hægt að auka vellíðan í námi við erfiðar aðstæður?
Eva Rós Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu HR og Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál halda fyrirlestur föstudaginn 6. nóvember kl. 12:00 þar sem þau fjalla um hvaða áhrif aðstæður líkt og Covid-19 geta haft á líðan okkar og heilsu. Þau munu einnig koma inn á hvaða leiðir geta reynst árangursríkar til að takast á við erfiðar og breyttar aðstæður sem þessar með því markmiði að auka vellíðan í námi og auðvelda okkur að komast í gegnum álagstímabil.
Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/covid19sal2020-2