Viðburðir eftir árum


Norræna réttarfarsráðstefnan 2022

Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár í einu Norðurlandanna þar sem saman koma lögfræðingar frá ríkjunum og deila þekkingu sinni og reynslu.

  • 16.8.2022 - 17.8.2022, 9:00 - 17:00

Norræna réttarfarsráðstefnan verður haldin á Íslandi í ár og fer fram á Grand Hóteli dagana 16. og 17. ágúst nk. Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár í einu Norðurlandanna þar sem saman koma lögfræðingar frá ríkjunum og deila þekkingu sinni og reynslu.

Á dagskrá ráðstefnunnar í ár eru fjórar málstofur:

1. Endurupptaka sakamála

2. Fyrirmynd UNIDROIT að réttarfarsreglum í einkamálum

3. Nýjungar í gjaldþrotaskiptarétti innan Evrópusambandsins

4. Réttarfar í ráðherraábyrgðarmálum


Að auki verða tvær málstofur þar sem kynntar verða doktorsrannsóknir á sviði réttarfars.

Þá mun forseti Hæstaréttar Íslands taka á móti ráðstefnugestum í réttinum og kynna starfsemi hans.

Innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegisverður báða dagana, hátíðarkvöldverður hinn 16. ágúst auk kaffiveitinga. Afsláttur er veittur af gjaldinu til og með 15. júní nk.

Skráning fer fram á vefsvæði ráðstefnunnar þar sem jafnframt má finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Fullbúin dagskrá með upplýsingum um fyrirlesara er að finna á vefsvæði ráðstefnunnar.

Sjá eftirfarandi hlekk:

https://nordiskeprocesretsmode2022.is/Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is