Nýnemadagur grunnnema - samfélagssvið
Nýnemar boðnir velkomnir í HR
Nýnemadagur grunnnema á samfélagssviði Háskólans í Reykjavík (lagadeildar, íþróttafræðideildar, viðskiptadeildar og sálfræðideildar) verður föstudaginn 14. ágúst. Nemendur mæta í Sólina sem er alrýmið fyrir innan aðalinngang HR.
Rektor býður nemendur velkomna og nemendafélög kynna starfsemi sína. Námsráðgjafar gefa góð ráð í upphafi annar og fulltrúar frá deildunum fara yfir fyrirkomulag námsins.
Til þess að virða fjöldatakmarkanir hefur nemendum verið skipt upp í hópa.
09:00 Viðskiptadeild nöfn A-J
10:00 Viðskiptadeild nöfn K-Ö
11:00 Sálfræðideild nöfn A-J
12:00 Sálfræðideild nöfn K-Ö
13:00 Íþróttafræðideild
14:00 Lagadeild
Passað verður upp á að hægt verði að framfylgja fjarlægðarmörkum og spritt verður aðgengilegt víða um svæðið.
Kynningunum verður einnig streymt, hér er slóð á streymið: https://livestream.com/ru/ng2020