Viðburðir eftir árum


Nýnemadagur grunnnema - samfélagssvið

Nýnemar boðnir velkomnir í HR

  • 14.8.2020

Nýnemadagur grunnnema á samfélagssviði Háskólans í Reykjavík (lagadeildar, íþróttafræðideildar, viðskiptadeildar og sálfræðideildar) verður föstudaginn 14. ágúst. Nemendur mæta í Sólina sem er alrýmið fyrir innan aðalinngang HR. 

Rektor býður nemendur velkomna og nemendafélög kynna starfsemi sína. Námsráðgjafar gefa góð ráð í upphafi annar og fulltrúar frá deildunum fara yfir fyrirkomulag námsins. 

Til þess að virða fjöldatakmarkanir hefur nemendum verið skipt upp í hópa. 

09:00  Viðskiptadeild nöfn A-J
10:00  Viðskiptadeild nöfn K-Ö

11:00 Sálfræðideild nöfn A-J
12:00  Sálfræðideild nöfn K-Ö 

13:00  Íþróttafræðideild

14:00  Lagadeild 

Passað verður upp á að hægt verði að framfylgja fjarlægðarmörkum og spritt verður aðgengilegt víða um svæðið.

Kynningunum verður einnig streymt, hér er slóð á streymið: https://livestream.com/ru/ng2020



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is