Nýsköpunarmót Álklasans 2023
Í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars, kl. 14-16 í stofu M101
Hið árlega Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars, kl. 14-16, í stofu M101. Dagskráin er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu. Að Nýsköpunarmótinu standa Álklasinn, Samál, Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands.
Smelltu hérna til að skrá þig!
https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/1947
- Opnun viðburðar
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
- Þrjár víddir álframleiðslu í Þýskalandi
- Reglunarafl frá álverum
- Kaffihlé
- Örerindi
Christiaan Richter, prófessor við Háskóla Íslands: Aluminum as hydrogen source
Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík: The importance of sleep for shift workers
Anna Sigríður Islind, dósent við Háskólann í Reykjavík: Improved shift system at Alcoa
Kristján Leósson, vísindastjóri DTE: Recent developments at DTE
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík: SisAl verkefnið, verðmæti úr úrgangsefnum
- Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum
Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.
Álklasinn var stofnaður árið 2015. Meðal stofnfélaga eru verkfræðifyrirtæki, tæknifyrirtæki, málmvinnslufyrirtæki, skipafélög, verktakafyrirtæki, þjónustufyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk þriggja álvera á Íslandi. Meginmarkmið klasans er að efla samkeppnishæfni greinarinnar og styrkja virðiskeðjuna í kringum atvinnugreinina á Íslandi. Álklasanum er ætlað að miðla hugmyndum, þörfum, samskiptum og nýsköpun innan greinarinnar. Jafnframt á klasinn að vera vettvangur þar sem hægt er að koma hugmyndum eða verkefnum á framfæri og kalla eftir lausnum.