Viðburðir eftir árum


Nýsköpunarmót Álklasans 2023

Í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars, kl. 14-16 í stofu M101

  • 28.3.2023, 14:00 - 16:00, Háskólinn í Reykjavík

Hið árlega Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars, kl. 14-16, í stofu M101. Dagskráin er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu. Að Nýsköpunarmótinu standa Álklasinn, Samál, Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands.

Smelltu hérna til að skrá þig!
https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/1947  


  • Opnun viðburðar
Ágúst Valfells, forseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

  • Þrjár víddir álframleiðslu í Þýskalandi
Roman Düssel, deildarstjóri rafgreiningar hjá Trimet

  • Reglunarafl frá álverum
Eyrún Linnet, stofnandi og stjórnarformaður Snerpa Power

  • Kaffihlé
  • Örerindi
Rúnar Unnþórsson, prófessor við Háskóla Íslands: Áljóna rafhlöðusellur - niðurstöður notkunarprófana
Christiaan Richter, prófessor við Háskóla Íslands: Aluminum as hydrogen source
Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík: The importance of sleep for shift workers
Anna Sigríður Islind, dósent við Háskólann í Reykjavík: Improved shift system at Alcoa
Kristján Leósson, vísindastjóri DTE: Recent developments at DTE
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík: SisAl verkefnið, verðmæti úr úrgangsefnum        
  • Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum


Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.


Álklasinn var stofnaður árið 2015. Meðal stofnfélaga eru verkfræðifyrirtæki, tæknifyrirtæki, málmvinnslufyrirtæki, skipafélög, verktakafyrirtæki, þjónustufyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk þriggja álvera á Íslandi. Meginmarkmið klasans er að efla samkeppnishæfni greinarinnar og styrkja virðiskeðjuna í kringum atvinnugreinina á Íslandi. Álklasanum er ætlað að miðla hugmyndum, þörfum, samskiptum og nýsköpun innan greinarinnar. Jafnframt á klasinn að vera vettvangur þar sem hægt er að koma hugmyndum eða verkefnum á framfæri og kalla eftir lausnum.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is