Viðburðir eftir árum


Opinn fyrirlestur í MPM-námi

Hugleiðingar um afburðaárangur í rekstri fyrirtækja - Agnes Hólm Gunnarsdóttir

  • 4.12.2015, 8:30 - 10:00

Opinn tími í MPM-náminu er tækifæri fyrir áhugasama um meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) til að kynnast náminu betur og um leið kynna sér ákveðið viðfangsefni.

Föstudaginn 4. desember kl. 8:30 - 10:00 í stofu M325/326 heldur Agnes Hólm Gunnarsdóttir fyrirlestur. Agnes er með MSc-gráðu í iðnaðarverkfræði, er sérfræðingur í ferlastjórnun og straumlínustjórnun og hefur starfað meðal annars sem sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli.

Viðfangsefni Agnesar í fyrirlestrinum eru:

  • Hugleiðingar um afburðaárangur: Hvað þýðir að skara fram úr? Hvaða fyrirtæki koma upp í hugann, hvað einkennir þau og hvað eiga þau sameiginlegt?
  • Yfirlit yfir afburðalíkön: Umfjöllun um EFQM, MB, Shingo og Deming - tilgang, þróun og notkun. Hvað eiga þessi líkön sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim
  • Samantekt: Engin ein stjórnunaraðferð tryggir afburðaárangur og „nýjasta“ aðferðin byggir stundum á sama grunni og margar aðrar. Matslíkön eru góð aðferð til að halda yfirsýn yfir reksturinn og meta gagnsemi aðferða í notkun. Mikilvægast er þó að einbeita sér að fyrirtækinu sjálfu sem einni heild, fremur einblína á eina stjórnunaraðferð.

 Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is