Opinn fyrirlestur í MPM-námi
Hugleiðingar um afburðaárangur í rekstri fyrirtækja - Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Opinn tími í MPM-náminu er tækifæri fyrir áhugasama um meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) til að kynnast náminu betur og um leið kynna sér ákveðið viðfangsefni.
Föstudaginn 4. desember kl. 8:30 - 10:00 í stofu M325/326 heldur Agnes Hólm Gunnarsdóttir fyrirlestur. Agnes er með MSc-gráðu í iðnaðarverkfræði, er sérfræðingur í ferlastjórnun og straumlínustjórnun og hefur starfað meðal annars sem sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli.
Viðfangsefni Agnesar í fyrirlestrinum eru:
- Hugleiðingar um afburðaárangur: Hvað þýðir að skara fram úr? Hvaða fyrirtæki koma upp í hugann, hvað einkennir þau og hvað eiga þau sameiginlegt?
- Yfirlit yfir afburðalíkön: Umfjöllun um EFQM, MB, Shingo og Deming - tilgang, þróun og notkun. Hvað eiga þessi líkön sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim
- Samantekt: Engin ein stjórnunaraðferð tryggir afburðaárangur og „nýjasta“ aðferðin byggir stundum á sama grunni og margar aðrar. Matslíkön eru góð aðferð til að halda yfirsýn yfir reksturinn og meta gagnsemi aðferða í notkun. Mikilvægast er þó að einbeita sér að fyrirtækinu sjálfu sem einni heild, fremur einblína á eina stjórnunaraðferð.
Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir.