Viðburðir eftir árum


Opnun á nýjum sjóveikihermi í HR

Nýr og fullkominn tæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki tekinn formlega í notkun.

  • 11.2.2020, 11:00 - 12:00

Nýr og fullkominn tæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki verður tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 11. febrúar kl. 11:00 í Sólinni. 

Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs Háskólans í Reykjavík, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Meðal gesta verða vísindamenn frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Í aðstöðunni verður sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira. Slíkur tæknibúnaður hefur verið notaður við þjálfun en hann verður nú í fyrsta skipti tengdur við mælingar á lífeðlisfræðilegum mælingum með þráðlausum heilarita, vöðvarita og hjartsláttarnema.

Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn til rannsókna á fjörutíu heilbrigðum einstaklingum verður einnig hleypt af stokkunum á viðburðinum.

Öll velkomin.

Dagskrá:

Stutt erindi halda:
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands

Paolo Gargiulo, dósent við Háskólann í Reykjavík, kynnir sjóveikiherminn og sýnir notkun hans.

Léttar veitingar.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is