Opnun á nýjum sjóveikihermi í HR
Nýr og fullkominn tæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki tekinn formlega í notkun.
Nýr og fullkominn tæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki verður tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 11. febrúar kl. 11:00 í Sólinni.
Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs Háskólans í Reykjavík, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Meðal gesta verða vísindamenn frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Í aðstöðunni verður sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira. Slíkur tæknibúnaður hefur verið notaður við þjálfun en hann verður nú í fyrsta skipti tengdur við mælingar á lífeðlisfræðilegum mælingum með þráðlausum heilarita, vöðvarita og hjartsláttarnema.
Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn til rannsókna á fjörutíu heilbrigðum einstaklingum verður einnig hleypt af stokkunum á viðburðinum.
Öll velkomin.
Dagskrá:
Stutt erindi halda:Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands
Paolo Gargiulo, dósent við Háskólann í Reykjavík, kynnir sjóveikiherminn og sýnir notkun hans.
Léttar veitingar.