Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu: Byggingagallar og „fúsk“ í nýjum byggingum
Erindi, umræður og pallborð
Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu með áherslu byggingagalla og „fúsk“ í nýlegum byggingum verður haldin í stofu V101 í háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar kl. 13:00-17:00. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir, einnig verður ráðstefnunni streymt.
https://vimeo.com/event/2795653
Ráðstefnan er haldin til heiðurs dr. Ríkharði Kristjánssyni.
Fundarstjóri: Ólafur H. Wallevik, prófessor
Dagskrá
13:00: Opnun
Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR
13:05: Markmið ráðstefnunnar
Ólafur H. Wallevik, prófessor
13:15: Hús og heilsa
Alma D. Möller, Landlæknir
13:30: „Fúsk“
Ríkharður Kristjánsson; RK Design
14:00: Byggeskader
Trond Bøhlerengen, Sintef, Noregi
14:30: Kaffihlé
15:00: Söguleg atriði
Pétur H. Ármannsson, arkitekt
15:15: „Fúsk“ - tveir þriðju er ekki alslæmt
Einar Kr. Haraldsson, verkefnisstjóri fasteigna, Hafnarfjarðarbær
15:30: Pallborð
Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður stýrir pallborðsumræðum
Pallborðsgestir:
- Ríkharður Kristjánsson, RK Design
- Árni Björn Björnsson, VFI
- Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, EFLA
- Indriði Níelsson, Verkís
- Þorvaldur Gissurarson, ÞG Verk
- Kolbeinn Kolbeinsson, KK Consulting