Viðburðir eftir árum


Siðfræði, kyn og efnahagslegt réttlæti

Pauline Muchina fjallar um siðfræði, kynjajafnrétti, efnahagslegt réttlæti og friðaruppbyggingu.

  • 10.2.2020, 11:30 - 12:30

MPM-Alumni félagið og MPM-námið í HR bjóða upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía 10. febrúar kl. 11:30 - 12:30 í stofu M209. 

Pauline fjallar um siðfræði, kynjajafnrétti, efnahagslegt réttlæti og friðaruppbyggingu, með áherslu á Afríkuríki. Hún er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvenleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. 

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handsmíðar vandaðar afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. 

Pauline er stundakennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M209 við Háskólann í Reykjavík og hefst klukkan 11:30.

Opið er fyrir umsóknir í MPM-námið á https://www.ru.is/mpm/umsoknarferlidVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is