Skammtatölvur og yfirburðir skammtareikninga
Dr. Scott Aaronson, University of Texas, Austin
Dr. Scott Aaronson, prófessor í háskólanum í Texas, Austin, heldur erindi um fræðilegar forsendur skammtatölva og yfirburði skammtareikninga þann 30. nóvember kl. 16:00
Slóð á erindið: https://us02web.zoom.us/j/87355102481
Hægt er að nálgast upptöku af fyrirlestrinum hér .
(English below)
Síðastliðið haust greindi Google frá því að vísindamönnum fyrirtækisins hefði tekist að sýna fram á yfirburði skammtareikninga (e. quantum computational supremacy) í ákveðnu verkefni, samanborið við hefðbundnar tölvur, með því að nota 53-kúbita forritanlega örflögu sem kölluð er Sycamore. Afrek Google var ekki einungis verkfræðilegt heldur byggði á áratug rannsókna á sviði skammta-tölvunarfræði, meðal annars rannsóknum Dr. Aaronson, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á þessu sviði. Í fyrirlestrinum ræðir hann fræðilegar forsendur þessa viðburðar, túlkun niðurstaðna, mögulega hagnýtingu og þær fjölmörgu áskoranir sem framundan eru.
Erindið verður flutt á ensku. Það er í boði tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Vísindafélag Íslands og Eðlisfræðifélag Íslands.
Scott Aaronson er David J. Bruton Centennial prófessor í tölvunarfræði við University of Texas í Austin. Hann hlaut B.S. gráðu frá Cornell University og doktorsgráðu sína frá UC Berkeley. Áður en hann tók við stöðunni hjá Univeristy of Texas var hann prófessor í rafeindaverkfræði og tölvunarfræði við MIT í níu ár. Rannsóknir Scott í fræðilegri tölvunarfræði hafa að mestu snúist um getu og takmarkanir skammtatölva. Fyrsta bók hans, "Quantum Computing Since Democritus" var gefin út árið 2013 af Cambridge University Press. Hann hefur hlotið Alan T. Waterman verðlaun National Science Foundation, the United States PECASE verðlaunin, the Vannevar Bush Fellowship og Tomassoni-Chisesi verðlaunin í eðlisfræði.
Frekari upplýsingar: www.scottaaronson.com/
//
Quantum Computing and Quantum Computational Supremacy
Scott Aaronson, University of Texas at Austin, USA
https://us02web.zoom.us/j/87355102481
A recording of the lecture is available here .
30 November 2020, 16:00 GMT
Abstract: Last fall, a team at Google announced the first-ever demonstration of "quantum computational supremacy"---that is, a clear quantum speedup over a classical computer for some task---using a 53-qubit programmable superconducting chip called Sycamore. In addition to engineering, Google's accomplishment built on a decade of research Dr. Aaronson's field of quantum computing theory. This talk will discuss the intellectual background to the experiment, the interpretation of the results, potential applications to generating cryptographically certified random bits, and the many challenges that remain.
This CS@GSSI/ICE-TCS@Reykjavik University joint webinar is held in cooperation with Vísindafélag Íslands (the Icelandic Academy of Sciences) and the Icelandic Physical Society.