Stelpur og tækni
Stelpur og stálp í 9. bekkjum grunnskóla kynna sér tækninám og tæknistörf
Stelpur og tækni fer fram í Háskólanum í Reykjavík þann 5. júní. Stelpum og stálpum í 9. bekkjum grunnskóla höfuðborgarsvæðisins er boðið að kynna sér tæknigreinar á skapandi hátt, bæði í HR og einnig á vinnustöðum víðsvegar um höfuðborgina.