Viðburðir eftir árum


Svefnbyltingin: Vegferðin að Horizon 2020 Evrópustyrk

Dr. Erna Sif Arnardóttir ræðir flókið umsóknarferlið að milljarðastyrk

  • 3.11.2020, 12:00 - 13:00

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Svefnseturs HR, heldur fyrirlestur um vegferðina að hinum eftirsóknarverða styrk frá Horizon 2020 ESB. Erna er ábyrgðarmaður verkefnisins, Svefnbyltingin, sem hlaut styrkinn en hann hljóðar upp á 15 milljónir evra eða 2,5 milljarða króna, til fjögurra ára. Fyrirlesturinn verður haldinn á netinu þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12:00.

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/svefnbyltingin2020

Erna og reynslumikið þverfaglegt rannsóknarteymi við HR með akademíska starfsmenn við verkfræði-, tölvunar-, íþrótta- og sálfræðideildir HR leiddu umsóknina en auk HR eru í verkefninu 37 samstarfsstofnanir og fyrirtæki í Evrópu og Ástralíu, þar á meðal íslensku fyrirtækin Nox Medical og Sidekick Health ásamt evrópska svefnrannsóknarfélaginu. Í fyrirlestrinum mun Erna tala um flókið lærdómsferlið við styrkumsóknina og aðalmarkmið svefnbyltingarverkefnisins. Nánar um Svefnsetrið: https://svefnsetrid.ru.is/



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is