Viðburðir eftir árum


Tækifæri til framtíðar á sviði orkumála

  • 30.10.2014, 11:30 - 13:30
Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Harvard háskóla og Tufts háskóla, efnir til hádegisfundar um tækifæri til framtíðar á sviði orkumála, fimmtudaginn 30. október kl. 11:30-13:30 í stofu M101. 

.
Fundurinn er haldinn í tilefni af stofnun tengslanetsins Future Arctic Energy Network en forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun opna það formlega við þetta tækifæri.

Á fundinum halda erindi meðal annarra dr. William Moomaw, en hann var fulltrúi í IPCC Nóbelsverðlaunapanel Sameinuðu þjóðanna sem hlaut verðlaunin árið 2007 fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Ásamt dr. Moomaw koma fram fjölmargir aðrir sérfræðingar frá Harvard og Tufts á sviði orkumála.

Dagskrá:

11:30 Léttar veitingar í boði
12:00 Setning fundar
          Dr. Ari Kristinn Jónsson,rektor Háskólans í Reykjavík
12:05 Launching of the Future Arctic Energy Network         
          Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
12:20 Nature's Arctic Energy Bounty: Abundant, Renewable, Sustainable or Clean?
          Dr. William Moomaw,Prófessor Emeritus hjá Tufts háskóla
12:35 China's Carbon Footprint and the Implications for Iceland's Mitigation Strategy
          Dr. Zhu Liu - Harvard háskóla
12:45 India's Energy Challenge: Expanding Energy Access in a Carbon Constrained World
          Mr. Kartikeya Singh - Tufts háskóla
13:00 Lessons from Germany's Policy Approach to Promote Renewable Technology Diffusion
          Dr. Claudia Doublinger - Harvard háskóla
13:10 Energy, Economics, and Geopolitical Futures
          Dr. Stacy Clossom, lektor við Háskólann í Kentucky
13:20 Lokaorð
          Dr. Ágúst Valfells, dósent við Háskólann í Reykjavík
Fundarstjóri: Halla Hrund Logadóttir,framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við HR

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@ru.is
Fundurinn er skipulagður í tengslum við Arctic Circle Assembly.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is