Tækifæri til framtíðar á sviði orkumála
Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Harvard háskóla og Tufts háskóla, efnir til hádegisfundar um tækifæri til framtíðar á sviði orkumála, fimmtudaginn 30. október kl. 11:30-13:30 í stofu M101..
Fundurinn er haldinn í tilefni af stofnun tengslanetsins Future Arctic Energy Network en forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun opna það formlega við þetta tækifæri.
Á fundinum halda erindi meðal annarra dr. William Moomaw, en hann var fulltrúi í IPCC Nóbelsverðlaunapanel Sameinuðu þjóðanna sem hlaut verðlaunin árið 2007 fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Ásamt dr. Moomaw koma fram fjölmargir aðrir sérfræðingar frá Harvard og Tufts á sviði orkumála.
Dagskrá:
11:30 Léttar veitingar í boði
12:00 Setning fundar
Dr. Ari Kristinn Jónsson,rektor Háskólans í Reykjavík
12:05 Launching of the Future Arctic Energy Network
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
12:20 Nature's Arctic Energy Bounty: Abundant, Renewable, Sustainable or Clean?
Dr. William Moomaw,Prófessor Emeritus hjá Tufts háskóla
12:35 China's Carbon Footprint and the Implications for Iceland's Mitigation Strategy
Dr. Zhu Liu - Harvard háskóla
12:45 India's Energy Challenge: Expanding Energy Access in a Carbon Constrained World
Mr. Kartikeya Singh - Tufts háskóla
13:00 Lessons from Germany's Policy Approach to Promote Renewable Technology Diffusion
Dr. Claudia Doublinger - Harvard háskóla
13:10 Energy, Economics, and Geopolitical Futures
Dr. Stacy Clossom, lektor við Háskólann í Kentucky
13:20 Lokaorð
Dr. Ágúst Valfells, dósent við Háskólann í Reykjavík
Fundarstjóri: Halla Hrund Logadóttir,framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við HR
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@ru.is
Fundurinn er skipulagður í tengslum við Arctic Circle Assembly.