Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar HR
Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar HR verður haldinn föstudaginn 15. maí. Sérstakir boðsgestir Tæknidags eru afmælisárgangar tæknifræðinga.
14:15-15:15
Uppskeruhátíð þriggja vikna námskeiða - ALLIR VELKOMNIR!
Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild HR.
Nemendur sýna verkefni sín í og nálægt stofum V103- V118.
- EMG í hnébeygju
- Push-off verkefnið, unnið í samvinnu við Össur hf.
- Hljóðnemafylki
- Rafbíll: Loftknúnum bíl breytt í rafbíl
- Þeytispjalds-klukka
- Raforkugæði
- Raforkukerfið á vestfjörðum
- Óæskilegir straumar í rafmótorum
- Þrívíddarmódel af bílvél og sjálfskiptingu
- Tvöföld sílsalyfta fyrir bíla
- Statíf fyrir patrónur í rennibekk
- Dráttarbeisli á bíl
- FEM tölvugreining og prófun á bita
- Frumhönnun á Formula Student kappakstursbíl
- Sjálfvirkur kafbátur
- Talandi róbot með sónar-sjón
- Teikningar af deililausnum veðurkápu í nokkrum grunnskólum í Reykjavík
- Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda
- Hermun – opnar kynningar á sex verkefnum
- Exoskeleton grind sem á að hjálpa fólki að standa upp
- Hagnýtt verkefni, aðgerðagreining
15:15-16:00
Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði - ALLIR VELKOMNIR!
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.
Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Í stofu V201.
Nemendur sem hljóta viðurkenningar kynna lokaverkefni sín.
- Hreinsipakkdós jarðborana: Haraldur Orri Björnsson
- Mælingar á mjólkurbúum: Þorsteinn Pálsson
- TM – Kerfi: Gólfbitakerfi með forspenntum bitum, Kristinn Hlíðar Grétarsson
16:00
Móttaka fyrir afmælisárganga úr tæknifræði, tæknifræðinema og kennara á 3. hæð í Mars-álmu. Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti, býður gesti velkomna.