Viðburðir eftir árum


Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar HR

 • 15.5.2015, 14:15 - 18:00

Tæknidagur 2015

Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar HR verður haldinn föstudaginn 15. maí. Sérstakir boðsgestir Tæknidags eru afmælisárgangar tæknifræðinga.

14:15-15:15

Uppskeruhátíð þriggja vikna námskeiða -  ALLIR VELKOMNIR!
Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild HR. 

Nemendur sýna verkefni sín í og nálægt stofum V103- V118.

 • EMG í hnébeygju
 • Push-off verkefnið, unnið í samvinnu við Össur hf. 
 • Hljóðnemafylki
 • Rafbíll: Loftknúnum bíl breytt í rafbíl
 • Þeytispjalds-klukka
 • Raforkugæði
 • Raforkukerfið á vestfjörðum
 • Óæskilegir straumar í  rafmótorum
 • Þrívíddarmódel af bílvél og sjálfskiptingu
 • Tvöföld sílsalyfta fyrir bíla
 • Statíf fyrir patrónur í rennibekk
 • Dráttarbeisli á bíl
 • FEM tölvugreining og prófun á bita
 • Frumhönnun á Formula Student kappakstursbíl
 • Sjálfvirkur kafbátur
 • Talandi róbot með sónar-sjón
 • Teikningar af deililausnum veðurkápu í nokkrum grunnskólum í Reykjavík
 • Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda
 • Hermun – opnar kynningar á sex verkefnum
 • Exoskeleton grind sem á að hjálpa fólki að standa upp
 • Hagnýtt verkefni, aðgerðagreining

15:15-16:00

Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði  -  ALLIR VELKOMNIR!
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna og ávarpar afmælisárganga.
Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Í stofu V201.

Nemendur sem hljóta viðurkenningar kynna lokaverkefni sín.

 • Hreinsipakkdós jarðborana: Haraldur Orri Björnsson
 • Mælingar á mjólkurbúum: Þorsteinn Pálsson
 • TM – Kerfi: Gólfbitakerfi með forspenntum bitum, Kristinn Hlíðar Grétarsson

16:00

Móttaka fyrir afmælisárganga úr tæknifræði, tæknifræðinema og kennara á 3. hæð í Mars-álmu. Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti, býður gesti velkomna. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is