Viðburðir eftir árum


Þáttur íþrótta í einstökum árangri forvarna á Íslandi

Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 7.4.2020, 12:00 - 13:00

Annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Háskólans í Reykjavík og Vísis á netinu, þriðjudaginn 7. apríl kl. 12:00: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. 

Þáttur skipulagðrar íþróttaþátttöku í hinu íslenska forvarnarmódeli hefur vakið heimsathygli. Í fyrirlestrinum mun Margrét beina sjónum að því hvað íslenskt íþróttastarf hefur umfram það sem tíðkast víðast hvar erlendis.

Slóð á fundinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-2

Í íslenskum rannsóknum á íþróttaiðkun kemur fram að börn og ungmenni sem stunda íþróttir með íþróttafélagi eru ólíklegri til að neyta vímuefna samanborið við þau sem ekki stunda íþróttir. Börn og ungmenni sem stunda íþróttir með íþróttafélagi eru einnig líklegri til að standa sig betur í námi, þau meta líkamlega og andlega heilsu sína betur eftir því sem þau æfa meira og telja sig í betri líkamlegri þjálfun en þau sem æfa lítið eða ekkert. Auk þess er yfirgæfandi meirihluti barna og ungmenna á Íslandi ánægð á æfingum, ánægð með þjálfara sinn sem og íþróttafélagið. 

Þessi mikla ánægja unglinga með starf íþróttafélaga er staðfesting á því góða starfi sem þar er unnið um allt land. Íslenskt íþróttastarf fer fram í umhverfi sem á sér sögu, hefðir og viðmið og er með mikilli aðkomu foreldra. Það sem helst skiptir máli í skipulögðu starfi er að það sé reglumiðað og undir handleiðslu faglærðs þjálfara. Hlutverk þjálfara og ábyrgð hans í uppeldi iðkenda er ótvírætt og skiptir því sköpum hvaða áherslur hann leggur í starfi sínu á hluti eins og sigur í keppni, drengilega framkomu og heilbrigt líferni.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is