Viðburðir eftir árum


Ný sýn á alheiminn með þyngdarbylgjumælingum / A new view of the universe through gravitational waves observations

Dr. Marica Branchesi, Gran Sasso Science Institute

  • 2.12.2020, 12:00 - 13:00

Í hádeginu á miðvikudaginn, 2. desember. kl 12, leiðir Dr. Marica Branchesi við Gran Sasso Science Institute á Ítalíu, okkur í ferðalag í gegnum heiminn og kynnir þyngdarbylgjustjarneðlisfræði og sögu hennar.

14. september árið 2015 voru þyngdarbylgjur mældar í fyrsta sinn með óyggjandi hætti. Yfir 100 ára langur vísindaleiðangur lá að baki þessari uppgötvun, sem hófst þegar Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra. Þessi mæling hefur opnað nýja sýn á alheiminn. Stuttu seinna, þann 17. ágúst 2017 var önnur merk uppgötvun gerð. Þá voru þyngdarbylgjur mældar frá seinustu umferðum nifteindatvístirnis og loks samruna þess. Þetta var upphafið að mjög umfangsmikilli mælingu sem stjarneðlisfræðingar um heim allan tóku þátt í. Mælingar á þyngdarbylgjum lyfta hulunni af orkumestu atburðum sem eiga sér stað í alheiminum. Þyngdarbylgjustjarneðlisfræði er ný framlína í rannsóknum á alheiminum en í fyrirlestri þessum verður stiklað á stóru í sögu hennar.

Dr. Marica Branchesi er ítalskur stjarneðlisfræðingur sem gegndi lykilhlutverki við uppgötvun þyngdarbylgja. Hún hlaut Breakthrough verðlaunin í eðlisfræði árið 2016, var í hópi Nature's Ten people who mattered árið 2017 (https://www.nature.com/imme.../d41586-017-07763-y/index.html) og hún var ein af 100 áhrifamestu manneskjum heims samkvæmt Time tímaritinu árið 2017.

Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við HR (ICE-TCS), Eðlisfræðifélags Íslands og Vísindafélags Íslands.

Slóð á fyrirlesturinn: https://us02web.zoom.us/j/86306717307

//

A new view of the universe using through gravitational waves observations

On 2015 September 14, the first observation of gravitational waves concluded a long scientific quest, which began 100 years ago with Einstein's prediction of their existence. This detection opened a new way to observe the Universe. On August 17, 2017, another ground-breaking discovery was made, the first observation of gravitational waves from the inspiral and merger of a binary neutron-star system which initiated the most extensive observing campaign in human history leading to the detection of all the colors of the light. Gravitational-wave discoveries are revealing the enigmas of the most energetic transients in the sky. The talk will retrace the epochal discoveries of gravitational-wave astronomy, the new frontier of Universe exploration.

Dr. Marica Branchesi is an Italian astrophysicist who played a key leadership role in the discovery of gravitational waves. She received the Breakthrough Prize in Physics in 2016, she was in Nature's Ten people who mattered in 2017 (https://www.nature.com/immersive/d41586-017-07763-y/index.html) and was named by TIME magazine in the list of 100 most influential people in 2018 (https://time.com/collection/most-influential-people-2018/5238152/marica-branchesi/).

Link to the lecture: https://us02web.zoom.us/j/86306717307

 

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is