Viðburðir eftir árum


UTmessan

Þar sem allt tengist

  • 7.2.2020 - 8.2.2020, 10:00 - 17:00

UTmessan verður haldin í Hörpu 7. og 8. febrúar 2020.

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Háskólinn í Reykjavík verður í Norðurljósasal Hörpu á UTmessunni laugardaginn 8. febrúar. Dagskráin stendur yfir frá kl. 10 til 17 og allir eru velkomnir. Venju samkvæmt sýna nemendur og kennarar HR ýmis verkefni og gefa gestum tækifæri til að skoða og prófa ýmsar skemmtilegar tækninýjungar. Það sem verður á boðstólnum hjá HR á laugardeginum:

Systur

  • Tölvutætingur
  • Tölvufikt fyrir krakka

Rúdolf – fjarstýrður bíll með myndavél

Bíll sem er fjarstýrt með leikjastýri. Bílstjórinn sér það sem bíllinn sér með svokölluðu FPV (First Person View) myndavél. Bíllinn er einnig sjálfkeyrandi eftir GPS hnitum og útbúinn árekstrarskynjurum.

RU Racing

Kynning á nýjasta Formúla Stúdent bíl Háskólans í Reykjavík.

Radd- og máltæknistofa Háskólans í Reykjavík

Anna vélmenni: Komdu og kenndu vélmenninu Önnu að tala íslensku.
Samrómur: Verkefni sem snýr að því að safna röddum íslendinga til þess að kenna tækjum íslensku.

Tölvuleikurinn CubeRat

Þetta er 2D pixleart leikur. Þú spilar sem Amy sem var að byrja í nýrri vinnu, til að fá stöðuhækkun þarf spilarinn að klára mini-games eða þrautir sem samstarfaðilar leggja fyrir þig.

Tvíund - félag nemenda við tölvunarfræðideild

Ýmis verkefni nemenda úr tölvunarfræði kynnt fyrir gestum og gangandi og þeim leyft að fikta og prófa.

Skema - skapandi tækni fyrir börn og ungmenni

  • Vatnspíanó, vatnstrommur og vatnsgítar
  • Forritunarborð
  • Minecraftborð
  • Krílahorn
  • Vélmennagryfja


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is