Viðburðir eftir árum


HR á UTmessunni 2015

  • 6.2.2015 - 7.2.2015

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Tilgangurinn er ekki síst að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. UTmessan er haldin í Hörpu.

Dagskrá UTmessunnar er tvíþætt: föstudaginn 6. febrúar er fagráðstefna og þann 7. febrúar sýning fyrir alla fjölskylduna. 

Háskólinn í Reykjavík verður að sjálfsögðu áberandi á UTmessunni eins og fyrri ár.

Á ráðstefnunni halda fræðimenn erindi um rannsóknir sínar á sviði upplýsingatækni.

 
Á sýningunni mun HR sýna ýmis undur upplýsingatækninnar í Norðurljósasal Hörpunnar:

  • Gervigreindarhorn
  • Vatnaflygill, sæþota sem dælir vatni
  • Eldflaug sem skotið var í 6 km hæð á Mýrdalssandi
  • Kafbáturinn Ægir úr RoboSub
  • 3D útprentanir á hjarta, heila, beinum og fleiru
  • Taktu þátt í skemmtilegum mynstraleik
  • Upphitun fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna
  • Tölvuleikjahönnun

Tölvutætingur - keppni í að taka tölvu í sundur og setja hana aftur saman

Á Tölvutætingi fá keppendur vélabúnað í bútum, þeir eiga að setja hann saman og loks koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur.

Keppnin hefst kl. 15:00 í Norðurljósasal Hörpu og er hluti UTmessunnar sem haldin er laugardaginn 7. febrúar kl. 10-17.

Tölvutætingurinn er samstarfsverkefni Promennt og nemendafélagsins /sys/tur frá Háskólanum í Reykjavík. Bás Promennt er á 1. hæð og bás /sys/tra er hjá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósasal. Í básunum er hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur eru á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.

Sótt er um þátttöku með því að skrifa nafn og símanúmer á miða sem fæst á básum /sys/tra og Promennt og skila inn. Kl. 14 verða fjórir aðilar dregnir út til þess að taka þátt í keppninni. Þátttakendur fá símtal þar sem þeim er tilkynnt um að nafn þeirra hafi verið dregið úr pottinum.

• Keppnin er opin öllum áhugasömum tölvutæturum á aldrinum 15-25 ára.

• Vinningurinn er gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir A+ hjá Promennt að verðmæti 129.000 kr.

Nemendur tala um tölvuleikjagerð

Eiríkur Orri Ólafsson og Kári Halldórsson, nemar við tölvunarfræðideild, tala um tölvuleikjagerð í Kaldalóni eftir kl. 13.

http://www.utmessan.is/


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is