HR á UTmessunni 2015
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Tilgangurinn er ekki síst að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. UTmessan er haldin í Hörpu.
Dagskrá UTmessunnar er tvíþætt: föstudaginn 6. febrúar er fagráðstefna og þann 7. febrúar sýning fyrir alla fjölskylduna.
Háskólinn í Reykjavík verður að sjálfsögðu áberandi á UTmessunni eins og fyrri ár.
Á ráðstefnunni halda fræðimenn erindi um rannsóknir sínar á sviði upplýsingatækni.
Á sýningunni mun HR sýna ýmis undur upplýsingatækninnar í Norðurljósasal Hörpunnar:
- Gervigreindarhorn
- Vatnaflygill, sæþota sem dælir vatni
- Eldflaug sem skotið var í 6 km hæð á Mýrdalssandi
- Kafbáturinn Ægir úr RoboSub
- 3D útprentanir á hjarta, heila, beinum og fleiru
- Taktu þátt í skemmtilegum mynstraleik
- Upphitun fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna
- Tölvuleikjahönnun
Tölvutætingur - keppni í að taka tölvu í sundur og setja hana aftur saman
Á Tölvutætingi fá keppendur vélabúnað í bútum, þeir eiga að setja hann saman og loks koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur.
Keppnin hefst kl. 15:00 í Norðurljósasal Hörpu og er hluti UTmessunnar sem haldin er laugardaginn 7. febrúar kl. 10-17.
Tölvutætingurinn er samstarfsverkefni Promennt og nemendafélagsins /sys/tur frá Háskólanum í Reykjavík. Bás Promennt er á 1. hæð og bás /sys/tra er hjá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósasal. Í básunum er hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur eru á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.
Sótt er um þátttöku með því að skrifa nafn og símanúmer á miða sem fæst á básum /sys/tra og Promennt og skila inn. Kl. 14 verða fjórir aðilar dregnir út til þess að taka þátt í keppninni. Þátttakendur fá símtal þar sem þeim er tilkynnt um að nafn þeirra hafi verið dregið úr pottinum.
• Keppnin er opin öllum áhugasömum tölvutæturum á aldrinum 15-25 ára.
• Vinningurinn er gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir A+ hjá Promennt að verðmæti 129.000 kr.
Nemendur tala um tölvuleikjagerð
Eiríkur Orri Ólafsson og Kári Halldórsson, nemar við tölvunarfræðideild, tala um tölvuleikjagerð í Kaldalóni eftir kl. 13.
http://www.utmessan.is/