Verkin tala - Hugmynd um hugann
Haukur Ingi Jónasson flytur fyrirlesturinn Hugmynd um hugann mánudaginn 1. júní 2015 í Stofu M209
Útdráttur
Ein helsta ráðgáta sálfræðinnar snertir tengsl innra lífs skynverunnar við ytra umhverfi hennar. Heimspekingar, taugasérfræðingar, geðlæknar og sálfræðingar hafa reynt að skilgreina ferlin sem um ræðir, bæði með skapandi getgátum og raunvísindalegum tilraunum. Verkfræðingar hafa, í þessu efni sem öðrum, lagt til tæknilegar útfærslur. Í fyrirlestrinum er allt þetta rætt og kynnt til sögunnar líkan sem mögulega má nýta til að varpa þó ekki væri nema örlittlu ljósi á ráðgátuna.