Viðburðir eftir árum


Stærðfræðilíkön fyrir úthlutanir á leikskólaplássum

Verkin tala

  • 4.6.2015, 12:15 - 12:45

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson heldur fyrirlesturinn Stærðfræðilíkön fyrir úthlutanir á leikskólaplássum í stofu M208.

Útdráttur

Á hverju vori lýkur stór hópur barna leikskólavist á höfuðborgarsvæðinu til að hefja grunnskólagöngu þá um haustið. Um það leyti stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir ákvörðunartökuvandamáli um hvernig úthluta eigi lausum plássum leikskóla sem staðsettir eru víðsvegar um borgina. Í dag er þessi úthlutun gerð að mestu leiti handvirkt sem er bæði tímafrekt og ógagnsætt. Við skoðum tvö stærðfræðilíkön sem hægt væri að nota til að hjálpa til við þessa úthlutun.  Stærðfræðilíkönin eru annarsvegar heiltölulíkan af vandamálinu og hinsvegar aðferð sem byggist á stöðugri spyrðingu, sem er oftast kölluð stable marriage eða stable matching á ensku.

Sjá fyrirlestraröðina Verkin tala
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is