Viltu koma hlutum í verk?
Verið velkomin á vefkynningu á MPM-meistaranámi í verkefnastjórnun
Vefkynningarfundur um MPM-meistaranám í verkefnastjórnun við HR, 27. mars kl. 12:-13:00.
MPM-námið við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er 90 eininga háskólanám á meistarastigi sem hannað er samhliða vinnu og tekur tvö ár. Um er að ræða nútímalegt stjórnunarnám sem hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk, hvort sem það er á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, nýsköpunar, innleiðingar, breytinga, rannsókna eða menningarviðburða. Námsbrautin hefur hlotið alþjóðlega vottun APM samtakanna um verkefnastjórnun og nemendur útskrifast að auki með vottun sem gildir á heimsvísu sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).
Nánari upplýsingar má finna á ru.is/mpm eða með því að senda vefpóst á mpm@ru.is
Opið fyrir umsóknir í MPM-námið á https://www.ru.is/mpm