Viðburðir eftir árum


Viltu koma hlutum í verk?

Verið velkomin á vefkynningu á MPM-meistaranámi í verkefnastjórnun

  • 27.3.2020, 12:00 - 13:00

Vefkynningarfundur um MPM-meistaranám í verkefnastjórnun við HR, 27. mars kl. 12:-13:00.

MPM-námið við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er 90 eininga háskólanám á meistarastigi sem hannað er samhliða vinnu og tekur tvö ár. Um er að ræða nútímalegt stjórnunarnám sem hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk, hvort sem það er á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, nýsköpunar, innleiðingar, breytinga, rannsókna eða menningarviðburða. Námsbrautin hefur hlotið alþjóðlega vottun APM samtakanna um verkefnastjórnun og nemendur útskrifast að auki með vottun sem gildir á heimsvísu sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).

Nánari upplýsingar má finna á ru.is/mpm eða með því að senda vefpóst á mpm@ru.is

Opið fyrir umsóknir í MPM-námið á https://www.ru.is/mpm



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is