VILTU NÁ FORSKOTI? Kynningarfundur um meistaranám í verkfræði
Tækni- og verkfræðideild býður til kynningarfundar um meistaranám í verkfræði þriðjudaginn 28. apríl kl. 12 í stofu M220.
- Byggingarverkfræði
- Fjármálaverkfræði
- Heilbrigðisverkfræði
- Orkuverkfræði (Íslenski orkuháskólinn)
- Rafmagnsverkfræði
- Rekstrarverkfræði
- Vélaverkfræði
- Hugbúnaðarverkfræði
Meistaranám í verkfræði er ætlað þeim sem hafa lokið BSc-gráðu í verkfræði og vilja öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar. Meistaranám í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík gefur öruggt forskot á vinnumarkaði og gefur nemendum tækifæri til að skapa sér atvinnutengsl á meðan á náminu stendur.
Nemendur í meistaranámi í verkfræði vinna að hagnýtum verkefnum fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Einnig er í boði að taka hluta námsins sem starfsnám hjá fyrirtækjum. Með því skapast tækifæri til að stunda rannsóknir og auka við fræðilega þekkingu á sama tíma og nemendur útvíkka tengslanet og safna starfsreynslu.
Boðið verður upp á stutta kynningu á námsbrautum. Í framhaldinu gefst gestum tækifæri á að fá frekari upplýsingar um námið og spjalla við forsvarsmenn námsbrautanna yfir léttum hádegisverði.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið almarb(hjá)ru.is