Háskóladagurinn

Kynntu þér framboð náms við Háskólann í Reykjavík

  • 4.3.2017

Háskóladagurinn í HR 2017Velkomin í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn, laugardaginn 4. mars kl. 12-16!

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Þú getur prófað tíma í grunnnámi og farið á kynningu á meistaranámi. Boðið verður upp á leiðsögn um háskólabygginguna og rannsóknastofur í kjallara.

Þú getur sett upp sýndarveruleikagleraugu og séð hvort þú ert með fælni, sest í bílhermi og kannað viðbragðstíma þegar þú notar snjallsímann við akstur, gert efnafræðitilraun, prófað tölvuleiki sem nemendur hafa búið til á þremur vikum, keyrt um á loftknúnum bíl og mælt kasthraðann og golfsveifluna.

Skema býður yngstu kynslóðinni á skemmtilegt námskeið í Minecraft. Skráning í námskeiðið verður í móttöku. Útskrifuðum nemendum er boðið á ráðstefnuna Aftur til framtíðar - hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni? þar sem fjallað verður um störf framtíðarinnar. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.

Prófaðu tíma í grunnnámi - dagskrá

Tími Stofa V101 Stofa M101 Stofur V201 og M103
13:00 Hagfræði Tölvunarstærðfræði / hugbúnaðarverkfræði  Frumgreinanám - V201
13:30 Viðskiptafræði Hátækni-, véla- og heilbrigðisverkfræði Iðnfræði / byggingafræði – V201
14:00 Íþróttafræði Fjármála- og rekstrarverkfræði Lögfræði – M103
14:30 Sálfræði Tæknifræði Tölvunarfræði – V201

Kynningar á meistaranámi - dagskrá

Tími Stofa M102 Stofa M104 Stofur M103 og M105
13:30 Sálfræði Verkfræði MPM – M105
14:00 Íþróttafræði Tölvunarfræði MBA – M105
14:30 Viðskiptafræði Íslenski orkuháskólinn Lögfræði – M103

Aftur til framtíðar - hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni?

Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Stofu V102 kl. 13-14.

Dagskrá

13:00   Nýtum næstu iðnbyltingu sem tækifæri

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 

13:15   Eru íslensk fyrirtæki og stofnanir tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?

Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs

13:30   The Social Organism

Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, raðfrumkvöðull og fjárfestir

13:45   Framtíð starfa - sjónarhorn mannauðsstjóra

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri Háskólans í Reykjavík

Fundarstjóri: Yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar HR.

Námskeið hjá Skema

Skema býður yngstu kynslóðinni á skemmtilegt námskeið í Minecraft.

Námskeiðin eru haldin í tölvustofu í Úranus, U201, 2. hæð.

Skráning í námskeiðin eru í móttöku á 1. hæð.

Kynnisferðir um háskólabygginguna og rannsóknarstofur í kjallara

13:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknastofur í kjallara

13:30 Kynnisferð um HR    

14:30 Kynnisferð um HR

15:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknastofur í kjallara                                           

Yfirlit yfir nám við Háskólann í Reykjavík

Akademískar deildir HR eru fjórar: tækni- og verkfræðideildtölvunarfræðideildviðskiptadeild og lagadeild

Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. 

Við HR er einnig hægt að stunda eins árs frumgreinanám sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu.

Kynntu þér námið við HR: