WORKING WITH MILLENNIALS

Hvernig á að stjórna, leiða eða vinna með aldamótakynslóðinni?

  • 25.1.2017, 8:00 - 10:00

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun bjóða til morgunverðarfundar um aldamótakynslóðina (millennials) og hvernig best er að vinna með henni. Þessi kynslóð er alin upp við hraða tækniþróun, stöðugt áreiti, samskipti á samfélagsmiðlum og þekkir ekki annað.

Morgunverðarfundur, miðvikudaginn 25. janúar, kl. 8:00 -10:00 í stofu M101 í HR.

Dagskrá:

8:00 – 8:30     Létt morgunkaffi.

8:30 – 8:40     Arney Einarsdóttir, lektor og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun kynnir                              stuttlega málefnið og fyrirlesarann.

8:40 – 9:40     Karl Moore, prófessor við McGill háskólann í Montreal: Working with millennials.

9:40 – 10:00   Umræður – fundarstjóri er Páll M. Ríkharðsson, forseti viðskiptadeildar HR.

Aðgangur: Aðgangur er ókeypis og fundurinn er öllum opinn.

Skráning: Vinsamlegast sendið póst á netfangið vd@hr.is.

Fundurinn fer fram á ensku.

Um Karl Moore, PhD og prófessor við McGill háskóla í Montreal:
Moore er prófessor í stjórnunar- og leiðtogafræðum við McGill háskólann í Montreal í Kanada. Hann starfaði áður sem stjórnandi hjá IBM og Hitachi og síðar sem prófessor og fræðimaður við Oxford háskóla. Hann hefur skrifað níu bækur, 28 ritrýndar greinar og hundruð tímaritsgreina. Bók Karls um aldamótakynslóðina (Millennials) kemur út vorið 2017 og byggir á viðtölum við 350 einstaklinga af aldamótakynslóðinni og 200 viðtölum við forstjóra og framkvæmdastjóra í fyrirtækjum um víða veröld. Hann er með vikulegan viðtalsþátt við forystufólk í viðskiptum og stjórnmálum á útvarpstöðinni CJAD í Montreal og hefur m.a. tekið viðtöl við Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Nóbelsverðlaunahafann Mouhammand Yunus og Patrick Pichette, forstjóra Google. Í erindi sínu mun hann fjalla um hagnýtar leiðir til að vinna með aldamótakynslóðinni.