Heilsustefna HR

Markmið heilsustefnu Háskólans í Reykjavík er að bæta lífsgæði og vinnuumhverfi starfsfólks og nemenda. Með því að setja heilsustefnu eykst þekking á forvörnum og heilsueflingu. Það er markmið HR að vera í forystu á þessu sviði.

Mælanlegur ávinningur heilsustefnunnar er meðal annars:

• aukin þekking og skilningur á heilsueflingu
• breyttar venjur varðandi næringu og hreyfingu
• betri líkamleg heilsa
• betri andleg heilsa
• færri veikindadagar
• aukin vellíðan
• betri lífsgæði
• betra vinnuumhverfi
• bætt heilsutengd ímynd HR þar sem stefnan er „ekki bara í orði heldur líka á borði“

Heilsustefnan, líkt og umhverfisstefnan, er hugsuð sem leiðarljós okkar að betri heilsu og
auknum lífsgæðum.Var efnið hjálplegt? Nei