Um HR

Um HR

Um HR

Velkomin í HR

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.

Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög.

Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Deildir

Akademískar deildir HR eru fjórar: tækni- og verkfræðideildtölvunarfræðideildviðskiptadeild og lagadeild

Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. 

Við HR er einnig hægt að stunda eins árs frumgreinanám sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu.

Stjórnun, skipulag og stefnur

Aðstaðan, kort og opnunartímar

Fyrir fjölmiðla

Kynningar og útgáfurValdar greinar úr Tímariti HR

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í tíunda sinn í nóvember 2018. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


Maður þjálfar fótboltakonur á gervigrasvelli

Fór á EM í sumar sem styrktarþjálfari

Hjalti Rúnar fór á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar sem styrktarþjálfari landsliðsins. Hjalti Rúnar er sjúkraþjálfari og hefur aðstoðað nokkra leikmenn liðsins. „Það var ákveðið í samvinnu við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara að það væri draumastaðan að ég fylgdi liðinu. Það gekk upp og ég varð sannarlega reynslunni ríkari.“

Lesa meira
Oscar situr innan um hljóðfæri í hljóðfæraverslun

Sýndarverur semja djass

Í HR hefur meistaranemi stofnað djasshljómsveit sem er eingöngu skipuð sýndarverum. Oscar Alfonso Puerto Melendez fæddist í Hondúras en er í dag íslenskur ríkisborgari. Hann lauk grunnnámi í tölvunarfræði í fæðingarlandinu en ákvað eftir nokkurra ára hlé frá námi að ljúka framhaldsnámi frá HR. Rannsóknarefni hans í meistaranáminu var gerð tónlistar með gervigreind.

Lesa meira
Pakkningar Wild Icelandic Cod, vinningshafi Hnakkaþons HR og SFS 2017

Sous-vide þorskur í umhverfisvænum umbúðum

Sigurtillaga Hnakkaþons 2017 var „Wild Icelandic Cod“, hugarsmíð nemenda í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði. Markmiðið var að hanna og útfæra leið til þess að pakka fisk, veiddum við Íslandsstrendur, í neytendavænar pakkningar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.

Lesa meira
Áslaug Grétarsdóttir

Sérhæfði sig í höfundarétti

Áslaug Elín Grétarsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud, 45 manna fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun. Þetta er ef til vill ekki starfsvettvangur sem margir sjá fyrir sér sem dæmigerðan fyrir lögfræðinga.

Lesa meira