Um HR

Um HR

Um HR

Velkomin í HR

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.

Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.

Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Deildir

Akademískar deildir HR eru sjö: iðn- og tæknifræðideild, lagadeild, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, verkfræðideild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. 

Við HR er einnig hægt að stunda eins árs undirbúningsnám í Háskólagrunni HR ásamt viðbótarnámi við stúdentspróf. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu.

Stjórnun, skipulag og stefnur

Aðstaðan, kort og opnunartímar

Fyrir fjölmiðla

Kynningar og útgáfur

Listi Times Higher Education

Á lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022 er Háskólinn í Reykjavík efstur íslenskra háskóla í sæti 301-350. Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna.



Valdar greinar úr Tímariti HR

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í tíunda sinn í nóvember 2018. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


Aldís Guðný Sigurðardóttir

Það er ekki vænlegt til árangurs að skella hurðum

Við báðum dr. Aldísi Guðnýju Sigurðardóttur um að útskýra fyrir okkur um hvað samningatækni snýst en hún lauk doktorsprófi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í ágúst síðastliðnum. Hún starfar sem lektor við Háskólann í Twente í Hollandi þar sem hún sinnir kennslu í samningatækni og sér um innleiðingu kennslu í samningatækni við fjölda námsbrauta.

Lesa meira
Hrafn Loftsson - máltækni

Máltækni er framtíðin

„Máltækni er sambland af nokkrum sviðum; tölvunarfræði, málvísindum, tölfræði og sálfræði,“ segir dr. Hrafn Loftsson, dósent í máltækni við Háskólann í Reykjavík. Hann er einn þeirra sem kemur að framkvæmd metnaðarfullrar og viðamikillar máltækniáætlunar sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Það kemur í hlut sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem að baki standa háskólar og rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og félagasamtök, að hrinda áætluninni í framkvæmd. „Í grunninn snýst máltækniáætlunin um að þróa hugbúnað sem stuðlar að því að við getum notað tungumálið í samskiptum við tölvur og tæki. Það er bara svo lítill stuðningur við íslenskuna og það er möguleiki á því, ef við gerum ekki neitt, að íslenskan muni á endanum deyja út – því sem kallast stafrænum dauða,“ segir Hrafn.

Lesa meira
Ragnhildur Helgadóttir

Fyrsti desember 2018

Ísland var lýst frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku í sambandslagasamningnum árið 1918. Þar með lauk 70 ára deilu um stöðu landsins. Nokkrum árum síðar var hins vegar farið að ræða í alvöru um „skilnað“ milli ríkjanna tveggja og lýðveldið Ísland var svo stofnað 1944. En hvað þýddi fullveldi á þessum tíma, árið 1918? Vildu Íslendingar helst sjálfstæði en urðu að sætta sig við fullveldi sem millistig? Af hverju ákvað Alþingi með þingsályktun að minnast „aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands“ haustið 2018? Ef Ísland var sjálfstætt árið 1918, hvað gerðist þá árið 1944?

Lesa meira
Gísli Hjálmtýsson

Hvaða færni þarf til að smíða lausnir framtíðarinnar?

Fáar greinar hafa breyst jafn hratt á síðustu árum og tölvunarfræði. Á miðjum sjöunda áratugnum spáði George Moore, einn stofnenda Intel, því að þéttleiki smára myndi tvöfaldast á tveggja ára fresti um fyrirsjáanlega framtíð. Í raun hafa afköst tölva frá þeim tíma tvöfaldast á um 18 mánaða fresti. Í dag á þetta við um alla þætti tölvutækni, svo sem stærð minnis, upplausn myndkubba, hraða fjarskiptaneta og rýmd geymsludiska.

Lesa meira