Um HR

Um HR

Um HR

Velkomin í HR

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.

Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög.

Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Deildir

Akademískar deildir HR eru fjórar: tækni- og verkfræðideildtölvunarfræðideildviðskiptadeild og lagadeild

Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. 

Við HR er einnig hægt að stunda eins árs frumgreinanám sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu.

Stjórnun, skipulag og stefnur

Aðstaðan, kort og opnunartímar

Fyrir fjölmiðla

Kynningar og útgáfurValdar greinar úr Tímariti HR 2016

Tímarit Háskólans í Reykjavík inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi. Það kom út í áttunda sinn í nóvember 2016. Hægt er að lesa tímaritið í heild sinni sem flettirit.


Áslaug Grétarsdóttir

Sérhæfði sig í höfundarétti

Áslaug Elín Grétarsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud, 45 manna fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun. Þetta er ef til vill ekki starfsvettvangur sem margir sjá fyrir sér sem dæmigerðan fyrir lögfræðinga.

Lesa meira
Friðrik Már Baldursson stendur úti við HR og horfir beint í myndavélina

Þurfum að byggja upp þekkingarsamfélag

Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild, og Axel Hall, lektor í hagfræði, gerðu rannsókn fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti á efnahagslegri stöðu ungs fólks og hvernig hún hefur þróast síðasta aldarfjórðung.

Lesa meira
Myndin er samsett og sýnir nemendur á starfsnámsstöðum

Starfsnámið leiddi þau á framandi og fræðandi slóðir

Þau Agnes, Steinn og Vilhjálmur hafa unnið fyrir bandaríska lyfjaeftirlitið, Reykjalund og Samkeppniseftirlitið og fengið ómetanlega innsýn í verkefnin sem gætu beðið þeirra eftir útskrift.

Lesa meira
Hafrún Kristjánsdóttir stendur upp við vegg í Sólinni og horfir í myndavélina

Snýst allt um eitt augnablik

Að vera viðstaddur Ólympíuleika er ótrúleg lífsreynsla, segir Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs við tækni- og verkfræðideild, sem fylgdi íslensku keppendunum út og hjálpaði þeim að takast á við þetta stóra verkefni. Hún segir Ólympíuþorpið vera heillandi gerviveröld.

Lesa meira