Verðlaun HR
Á hverju ári tilnefna nemendur og starfsmenn HR þrjá einstaklinga til verðlauna HR. Tilnefnt er í þremur flokkum; fyrir framúrskarandi kennslu, þjónustu og rannsóknir. Verðlaunahafar hljóta, auk heiðursins, peningaverðlaun upp á 250.000 krónur og viðurkenningarskjal.Verðlaunahafar fyrri ára
2021
- Kennsluverðlaun: Kári Halldórsson
- Þjónustuverðlaun: John David Baird
- Rannsóknarverðlaun: Erna Sif Arnardóttir
2020
- Kennsluverðlaun: Steinunn Gróa Sigurðardóttir
- Þjónustuverðlaun: Stefanía Rafnsdóttir
- Rannsóknarverðlaun: Jack James
2019
- Kennsluverðlaun - Olivier Matthieu S. Moschetta
- Þjónustuverðlaun - Einar Magnússon
- Rannsóknarverðlaun - Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
2018
- Kennsluverðlaun – Axel Hall
- Þjónustuverðlaun – Ragna Björk Kristjánsdóttir
- Rannsóknarverðlaun – Heiðdís Valdimarsdóttir
2017
- Kennsluverðlaun – Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
- Þjónustuverðlaun – Lóa Hrönn Harðardóttir
- Rannsóknarverðlaun – Hannes Högni Vilhjálmsson
2016
- Kennsluverðlaun – Ingunn Gunnarsdóttir
- Þjónustuverðlaun – Harpa Lind Guðbrandsdóttir
- Rannsóknarverðlaun – Andrei Manolescu
2015
- Kennsluverðlaun – Anna Sigríður Bragadóttir
- Þjónustuverðlaun – Sigrún María Ammendrup
- Rannsóknarverðlaun – Inga Dóra Sigfúsdóttir
2014
- Kennsluverðlaun - Daníel Brandur Sigurgeirsson
- Þjónustuverðlaun – Hrannar Traustason
- Rannsóknarverðlaun - Leifur Þór Leifsson
2013
- Kennsluverðlaun - Halldór Halldórsson
- Þjónustuverðlaun - Guðrún Gyða Ólafsdóttir
- Rannsóknarverðlaun - Anna Ingólfsdóttir
2012
- Kennsluverðlaun - Þorlákur Karlsson
- Þjónustuverðlaun - Arnar Egilsson
- Rannsóknarverðlaun - Luca Aceto
2011
- Kennsluverðlaun - Haraldur Auðunsson
- Þjónustuverðlaun veitt í fyrsta skiptið - Gréta Matthíasdóttir og Jón Ingi Hjálmarsson
- Rannsóknarverðlaun - Slawomir Marcin Koziel
2010
- Kennsluverðlaun - Guðmundur Sigurðsson
- Rannsóknarverðlaun - Magnús Már Halldórsson
Viðmið kennsluverðlauna
Eftirfarandi eru þættir sem geta leitt til þess að einstaklingur sé tilnefndur (ath. ekki tæmandi listi):
- Nýsköpun í skipulagi og hönnun námskeiða.
- Þróun nýrra námskeiða.
- Notkun fjölbreyttra og nýstárlegra kennsluhátta.
- Notkun upplýsingatækni í kennslu.
- Fjölbreytni og nýsköpun í námsmati.
- Sterk tengsl við nemendur.
- Þverfaglegt samstarf í kennslu.
- Alþjóðlegt samstarf í kennslu.
- Samþætting rannsókna og kennslu.
- Góðum árangur í kennslu skyldunámskeiða á 1. og 2. ári í grunnnámi.
- Góð útkoma í kennslumati við HR.
- Gerð vandaðs kennsluefnis (einkum ef það er notað af öðrum).
Viðmið rannsóknarverðlauna
Eftirfarandi þættir geta leitt til þess að einstaklingur verði tilnefndur (ath. ekki tæmandi listi):
- Áhrifamiklar birtingar í ritrýndum tímaritum.
- Árangur í öflun rannsóknarstyrkja frá innlendum og/eða alþjóðlegum aðilum til að fjármagna rannsóknir í HR.
- Töluvert framlag til vinnslu rannsókna í HR og framlag til alþjóðlegs rannsóknarsamfélags.
- Árangur í að ráða nemendur til rannsóknarstarfa og rannsóknarþjálfunar innan HR
- Stofnun árangursríkra rannsóknarhópa og /eða rekstur rannsóknarseturs innan HR
- Nýsköpun í tengingu rannsókna og atvinnulífsins.
Viðmið þjónustuverðlauna
Eftirfarandi þættir geta leitt til þess að einstaklingur verði tilnefndur (ath. ekki tæmandi listi):
- Nákvæm og vönduð þjónusta.
- Skjót þjónusta - stuttur svartími.
- Viðmót þjónustuaðila.
- Frumkvæði og nýsköpun í starfi.
- Sterk tengsl við starfsmenn, nemendur og samstarfsaðila skólans.
- Samstarf við önnur stoðsvið og deildir HR
- Góð útkoma í þjónustukönnun nemenda og starfsmanna.
- Fyrirmyndar þekking og færni á fagsviði.
Þegar frestur til að tilnefna er runninn út taka dómnefndir við keflinu og fara yfir tilnefningar með viðmið til hliðsjónar.
Dómnefnd kennsluverðlauna:
- Rektor
- Kennsluverðlaunahafi síðasta árs
- Formaður námsráðs
- Forstöðumaður kennslusviðs
- Formaður stúdentafélags HR.
- Fulltrúi stúdentafélagsins í Námsráði HR
Dómnefnd þjónustuverðlauna:
- Rektor
- Verðlaunahafi síðasta árs
- Formaður námsráðs
- Formaður rannsóknarráðs
- Formaður stúdentafélags HR
Dómnefnd rannsóknarverðlauna:
- Rektor
- Formaður rannsóknarráðs
- Framkvæmdastjóri rannsóknarþjónustu HR
- Verðlaunahafi síðasta árs